Friday, July 12, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaThiago Silva á leiðinni aftur í UFC

Thiago Silva á leiðinni aftur í UFC

thiago-silvaÍ febrúar á þessu ári var UFC bardagamaðurinn Thiago Silva handtekinn. Hann var skömmu síðar leystur undan samningi við UFC en virðist nú vera aftur á leið í UFC.

Aðeins einum degi eftir að dómarinn í málinu feldi niður ákærur gegn Thiago Silva tilkynnti Silva endurkomu sína inn í UFC samtökin. Dana White hefur síðan staðfest endurkomu hans. Þess er virði að minnast á að þegar Silva var fyrst handtekinn sagðist White aldrei ætla hleypa honum aftur í UFC.

Fyrir þá sem ekki muna eftir atvikinu sem upprunalega leiddi til handtöku hans þá átti hann að hafa mætt vopnaður og dópaður fyrir utan BJJ skóla Pablo Popovitch. Popovitch er einn fremsti gólfglímumaður heims en hann og fyrrum eiginkona Silva, Thaysa Silva, áttu í ástarsambandi. Silva mætti vopnaður AK-47 riffli og hótaði öllum þar inni lífláti ef hann fengi ekki að tala við fyrrverandi eiginkonu sína. Þeir sem voru þar staddir læstu sig inni og hringdu á lögregluna. Eftir það flúði Silva heim til sín þar sem hann læsti sig inni og neitaði að koma með lögreglunni í gæsluvarðhald.

Málið var fellt niður eftir að aðalvitnið, Thaysa Silva, neitaði að vitna gegn honum. Nú er talið að hún sé farin úr landi og má spá fyrir hverjar ástæðurnar séu fyrir því. Ætli hann hafi hótað henni aftur og fengið aðra til að hjálpa sér hræða hana burtu? En sama hver ástæðan er þá er Silva aftur kominn í UFC samtökin og er að stefna á endurkomu í búrið í janúar á næsta ári.

Er það réttlætanlegt að hleypa Thiago Silva aftur í UFC þar sem ákærur hans hafa verið felldar niður?

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular