Haraldur Þorsteinsson, fyrsti Íslendingurinn til að fá svart belti í brasilísku jiu-jitsu, er fallinn frá. Haraldur var 70 ára þegar hann féll frá en hann fékk svarta beltið árið 2008.
Haraldur hefur verið búsettur í Bandaríkjunum um tíma og fékk svarta beltið frá Marco Nascimento árið 2008. Hann stundaði brasilískt jiu-jitsu á gamals aldri og er gott dæmi um að það er aldrei of seint að byrja í BJJ. Við tókum skemmtilegt viðtal við Harald í janúar á þessu ári og hvetjum lesendur okkar til að kíkja á það.
MMA Fréttir vottar vinum og fjölskyldu Haralds samúð okkar.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023
Æji, þetta var sorglegt að heyra. Ég kynntist honum aðeins á æfingu þegar við vorum enn í júdófélag reykjavíkur húsnæðinu. Minnir að hann hafi verið fjólublátt belti þá. Algjör höfðingi.