Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpá MMA Frétta fyrir UFC 178

Spá MMA Frétta fyrir UFC 178

ufc 178Eins og venjulega fyrir þessi stóru bardagakvöld birta pennar MMA Frétta spá sína fyrir bardagana. Það eru margir frábærir bardagar á dagskrá í kvöld en aðalhuti bardagakvöldsins hefst kl 2.

Dominick Cruz gegn Takeya Mizugaki

Pétur Marinó Jónsson: Dominick Cruz snýr aftur með öruggt decision. Held að hann verði aldrei jafn snöggur og fyrir meiðslin en hann sigrar Mizugaki. Fær svo Renan Barao á næsta ári og tapar.

Óskar Örn Árnason: Ég held að Cruz verði kannski aðeins ryðgaður en ætti að gera sigrað Mizugaki nokkuð sannfærandi. Mizugaki er með sérsniðinn stíl fyrir Cruz, pressar og stólar mest á boxið. Cruz ætti að geta útboxað og sparkað hann í sundur og sigrað á stigum.

Brynjar Hafsteins: Verður ryðgaður en hann sigrar með dómaraúrskurði með því að vera miklu betri.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Hef aldrei fílað Dominick Cruz, held að þessi meiðsli og langa hvíld hafi ekki farið vel með hann, held að Mizugaki vinni á dómaraákvörðun.

Eiríkur Níels Níelsson: Ég held að Dominick vinni þetta á dómaraúrskurði, verður mun tæknilegri og vinnur líklegast allar þrjár loturnar.

Oddur Freyr: Ég held að við sjáum enga flugelda í þessum bardaga en þetta verður líklega tæknileg barátta á fótunum sem ég hef trú á að Cruz sigri eftir dómaraúrskurð.

Guttormur Árni Ársælsson: Cruz mun ekki líta sérlega vel út eftir langt layoff vegna meiðsla. Hann er þó mjög hæfileikaríkur bardagakappi en fótavinnan hefur ávallt verið undirstaðan hjá honum. Það er spurning hversu mikið þessi meiðsli hafa tekið af honum þar en ég held samt sem áður að hann sigri með dómaraúrskurði.

Cruz: Pétur, Óskar, Brynjar, Eiríkur, Oddur, Guttormur
Mizugaki: Sigurjón

Amanda Nunes gegn Cat Zingano

Pétur Marinó Jónsson: Kötturinn sigrar eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Hún mun svo gráta í tilfinningaþrungnu post-fight viðtali við Joe Rogan. Mjög skemmtilegt match-up.

Óskar Örn Árnason: Þetta verður roaslegur bardagi. Báðar eru sterkar og árásagjarnar. Zingano er líklega talin sigurstranglegri en ég ætla að skjóta á Nunes, TKO í annarri lotu.

Brynjar Hafsteins: Er ekki viss með Zingano. Kemur til baka eftir aðgerðir á báðum hnjám og þurfti svo að takast á við að eiginmaður hennar tók sitt eigið líf. Ef hún kemur inn í góðu andlegu og líkamlegu jafnvægi þá sigrar hún. Ég held að það sé þó ekki málið og að Nunes sigrar í annari lotu með uppgjafartaki.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Eitt er öruggt þessi bardagi mun ekki fara í dómaraákvörðun, þetta mun án efa vera mikil skemmtun sem mun enda með að Zingano sigri á TKO í annari lotu og fær þá vonandi bardaga á móti Rondu Rousey í leiðinni.

Eiríkur Níels Níelsson: Zingano vs Nunes, held að Zingano komi inn í þennan fight með allt eða ekkert hugarfar vegna þess sem hefur gerst fyrir hana undanfarið og jarði Nunes, TKO í annarri.

Oddur Freyr: Ég held að Zingano sé ein sú besta í kvennadeildinni og sýni það í kvöld. TKO í fyrstu lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Þetta er bardagi sem hefur kannski ekki fengið þá athygli sem hann á skilið, aðallega vegna þess hve gífurlega spennandi hinir bardagarnir á þessu kvöldi eru. Nunes vinnur með uppgjafartaki.

Zingano: Pétur, Sigurjón, Eiríkur, Oddur
Nunes: Óskar, Brynjar, Guttormur.

 

Tim Kennedy gegn Yoel Romero:

Pétur Marinó Jónsson: Romero er sjúkur wrestler en ég held að Kennedy sé betri MMA wrestler, Kennedy sigrar eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Þetta verður glímukeppni og Romero ætti að vera sterkari í þeirri deild. Romero á stigum.

Brynjar Hafsteins: Tim Kennedy er betri alhliða bardagamaður þó Romero sé með frábært wrestling og vaxin eins og górilla. Kennedy KO 3

Sigurjón Viðar Svavarsson: Romero er svakalegur wrestler örugglega einn besti í mma, en ég held að hann sé ekki kominn nógu langt í öllum hinum hlutunum í mma, þar mun Kennedy nýta sér reynslu sína og vinna á dómaraákvörðun.

Eiríkur Níels Níelsson: Þetta verður löng glímukeppni sem gæti farið báðar leiðir, held samt að Kennedy vinni

Oddur Freyr: Ég held að Romero sé betri glímumaður en Kennedy sé betri í MMA glímu og hann sigri Romero eftir dómaraúrskurð.

Guttormur Árni Ársælsson: Mjög spennandi bardagi sem mun fyrst og fremst snúast um hvort Romero nái Kennedy í jörðina. Romero TKO í annari lotu eftir ground and pound.

Kennedy: Pétur, Brynjar, Sigurjón, Eiríkur, Oddur
Romero: Óskar, Guttormur

Conor McGregor gegn Dustin Poirier

Pétur Marinó Jónsson: Ég held að Conor sé besti striker sem ég hef séð í UFC, hann rotar Poirier í 1. lotu. Fær svo titilbardaga ef að Aldo sigrar Mendes og allt verður brjálað.

Óskar Örn Árnason: Ég trúi á McGregor, held að hann afgreiði Poirier í fyrstu lotu og líti vel út. Get ekki beðið eftir þessum.

Brynjar Hafsteins: Að mínu mati fyrsti alvöru andstæðingur McGregor. Hann sigrar í 2. lotu og vonandi fær hann Cub Swanson í næsta bardaga.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Miðað við það sem ég hef séð í viðtölum og annað þá er Conor búinn að takast ætlunarverk sitt og er kominn inní hausinn á Poirier, hann er án efa búinn að búa til gott gameplan en það mun fara strax út í bardaganum og Conor mun rota hann í fyrstu lotu.

Eiríkur Níels Níelsson: Aðalbardagi kvöldsins að mínu mati. Hef séð hvað Poirier getur gert og þetta verður erfið hindrun fyrir McGregor en hann tekur þetta með TKO í annarri lotu.

Oddur Freyr: Mér finnst erfiðast að spá fyrir um úrslitin í þessum. Ég held að það megi ekki vanmeta Poirier, sem er með mikla reynslu í stórum bardögum gegn mjög öflugum andstæðingnum. Þetta verður erfið prófraun fyrir McGregor en ég hef trú á því að hann sigri, en mér finnst líklegt að Poirier sé svo harður að McGregor klári hann ekki heldur sigri eftir dómaraúrskurð.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég er mest spenntur fyrir þessum bardaga. Poirier er klæðskerasniðinn fyrir stíl McGregor. Hann er ekki nægilega góður glímumaður til að ná Conor í gólfið og gengur beint áfram inní högg – sem mun henta counter strike stíl McGregor fullkomlega. McGregor TKO í 2. lotu.

McGregor: Pétur, Óskar, Brynjar, Sigurjón, Eiríkur, Oddur, Guttormur.
Poirier: …

Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez

Pétur Marinó Jónsson: Cerrone hefur yfirleitt lent í vandræðum gegn góðum hávöxnum boxurum sem setja mikla pressu. Og þó Alvarez sé talsvert minni en Cerrone þá er hann góður boxari og ég held að hann sé bara betri bardagamaður. Alvarez tekur decision en verður auðvitað kýldur niður í 1. lotu eins og alltaf.

Óskar Örn Árnason: Alvarez er ekki öfundsverður að þurfa að berjast strax við Cerrone. Ég held að Cerrone sé fjölhæfari, með betri spörk og betri á gólfinu. Alvarez þarf að pressa mikið til að komast inn fyrir en samt forðast gólfið. Held að það gangi ekki upp. Cerrone sigrar

Brynjar Hafsteins: Minn maður kúrekinn er heitur þessa dagana og berst næstum á tveggja mánaða fresti. Hann notar muay thai til þess að vanka Alvarez og klárar hann í jörðinni.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Cerrone hefur verið á góðu flugi í síðustu bardögum, held að hann muni sýna bilið á milli Bellator og UFC með því að rota Alvarez í fyrstu lotu.

Eiríkur Níels Níelsson: Kúrekinn kemur með byssurnar úti og spörkin há, held hann sigri með TKO í fyrstu lotu.

Oddur Freyr: Cerrone tekur þetta með uppgjafartaki í gólfinu eftir að hafa vankað Alvarez með sparki í búkinn eða höfuðið.

Guttormur Árni Ársælsson: Alvarez vankar Cerrone snemma og sigrar með tæknilegu rothöggi.

Cerrone: Óskar, Brynjar, Sigurjón, Eiríkur, Oddur
Alvarez: Pétur, Guttormur

Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso

Pétur Marinó Jónsson: Aldrei upplifað það áður að titilbardaginn sé minnst spennandi bardagi kvöldsins en Demetrious Johnson er bara svo miklu, miklu betri en allir núna. Vonandi verður fluguvigtin jafn spennandi og fjaðurvigtin er núna eftir svona 2-3 ár.

Óskar Örn Árnason: Spurningin er fyrst og fremst hvort að Cariaso nái að halda út fimm lotur. Ég segi að hann geri það, Johnson sigrar á stigum, 50-45.

Brynjar Hafsteins: DJ með decision. Er rosalega spenntur.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Johnson mun enn og aftur sýna útaf hverju hann er einn sá tæknilegasti í MMA en því miður fyrir áhorfendur sem bíða eftir einhvers konar stoppi þá held ég að þessi fari í dómaraákvörðun sem Johnson tekur örugglega.

Eiríkur Níels Níelsson: 5 lotur og dómaraúrskurður sem fer til Músarinnar

Oddur Freyr: Johnson sigrar örugglega eftir dómaraúrskurð, 50-45.

Guttormur Árni Ársælsson: Johnson sigrar örugglega 50-45. Minnst spennandi bardagi kvöldsins að mínu mati þó það sé ávallt gaman að horfa á Johnson, einfaldlega vegna þess hvað hann er hæfileikaríkur. Verst er að það getur enginn ógnað honum að viti í fluguvigtinni.

Johnson: Pétur, Óskar, Brynjar, Sigurjón, Eiríkur, Oddur, Guttormur
Cariaso: …

 

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular