spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHátt í 200 erlendir glímumenn við æfingar í Mjölni í vikunni

Hátt í 200 erlendir glímumenn við æfingar í Mjölni í vikunni

Halldór Logi

BJJ Globetrotters er með æfingabúðir á Íslandi um þessar mundir. Hátt í 200 erlendir glímumenn- og konur koma sérstaklega hingað til lands til að taka þátt í æfingabúðunum.

BJJ Globetrotters er með æfingabúðir um allan heim og er þetta annað árið í röð sem þeir heimsækja Ísland. Í bæði skiptin hafa æfingabúðirnar verið haldnar í Mjölni. Æfingabúðirnar byrjuðu á mánudaginn og klárast á laugardaginn.

Á æfingabúðunum er kennsla nánast allan daginn og um 12 tímar á dag kenndir af mismunandi þjálfurum. Í æfingabúðunum í ár eru 17 svartbeltingar í brasilísku jiu-jitsu sem kenna – þar á meðal nokkrir íslenskir þjálfarar.

Hópurinn sem sækir æfingabúðirnar er fjölbreyttur en fæstir eru atvinnumenn í íþróttinni og eru æfingabúðirnar frekar miðaðar að BJJ iðkendum sem stunda íþróttina sér til gamans.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular