spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHenry Cejudo lætur fluguvigtartitilinn af hendi

Henry Cejudo lætur fluguvigtartitilinn af hendi

Henry Cejudo hefur ákveðið að láta fluguvigtartitilinn af hendi. Cejudo er því bara bantamvigtarmeistari en hann virðist vilja einbeita sér að þeim flokki núna.

Henry ‘Triple C’ Cejudo varð fluguvigtarmeistari með sigri á Demetrious Johnson árið 2018. Hann varði síðan titilinn með sigri á T.J. Dillashaw í janúar en býst ekki við að fara aftur niður í fluguvigt.

Cejudo varð síðan bantamvigtarmeistari í sumar með sigri á Marlon Moraes. Cejudo virðist hafa mun meiri áhuga á bantamvigtinni og óskað eftir bardögum gegn Jose Aldo, Urijah Faber og Dominick Cruz í þeim flokki. Fluguvigtin hefur þurft að bíða eftir Cejudo en nú er titillinn laus.

Þeir Joseph Benavidez og Deivison Figueiredo berjast um lausan fluguvigtartitilinn þann 29. febrúar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular