0

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Edgar vs. Korean Zombie?

Síðasta bardagakvöld ársins hjá UFC verður í Suður-Kóreu á laugardagsmorgni á íslenskum tíma. Þeir Frankie Edgar og Chan Sung Jung mætast í aðalbardaganum.

Fyrsti bardagi dagsins hefst kl. 7:00 í fyrramálið á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 10:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Bardagaaðdáendur þurfa því að stilla vekjaraklukkuna til að sjá bardagana svona snemma á laugardagsmorgni.

Chan Sung Jung, betur þekktur sem The Korean Zombie, er í aðalbardaga kvöldsins á heimavelli gegn Frankie Edgar. Hér má sjá þá bardaga sem eru á dagskrá.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 10:00)

Fjaðurvigt: Frankie Edgar gegn Chan Sung Jung
Léttþungavigt: Volkan Oezdemir gegn Aleksandar Rakić
Fjaðurvigt: Doo Ho Choi gegn Charles Jourdain
Léttþungavigt: Da Un Jung gegn Mike Rodriguez
Millivigt: Jun Yong Park gegn Marc-Andre Barriault
Bantamvigt: Kyung Ho Kang gegn Liu Pingyuan

ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 7:00)

Þungavigt: Ciryl Gane gegn Tanner Boser
Fjaðurvigt: Seung Woo Choi gegn Suman Mokhtarian
Léttvigt: Dong Hyun Ma gegn Omar Antonio Morales Ferrer
Fluguvigt: Alexandre Pantoja gegn Matt Schnell
Bantamvigt: Raoni Barcelos gegn Said Nurmagomedov
Strávigt kvenna: Miranda Granger gegn Amanda Lemos
Bantamvigt: Alateng Heili gegn Ryan Benoit

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.