0

Úrslit UFC Fight Night: Edgar vs. The Korean Zombie

UFC var með bardagakvöld snemma á dagskrá í Suður-Kóreu í dag. Í aðalbardaga dagsins mættust þeir Frankie Edgar og Chan Sung Jung.

Chan Sung Jung, betur þekktur sem The Korean Zombie olli ekki vonbrigðum á heimavelli gegn Frankie Edgar. Jung kláraði Edgar í 1. lotu og óskaði eftir titilbardaga. Hér má sjá öll úrslit bardagakvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Fjaðurvigt: Chan Sung Jung sigraði Frankie Edgar með tæknilegu rothöggi eftir 3:18 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Volkan Oezdemir sigraði Aleksandar Rakić eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).
Fjaðurvigt: Charles Jourdain sigraði Doo Ho Choi með tæknilegu rothöggi eftir 4:32 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Da Un Jung sigraði Mike Rodríguez með rothöggi eftir 1:04 í 1. lotu.
Millivigt: Jun Yong Park sigraði Marc-André Barriault eftir dómaraákvörðun (30-27, 29-28, 29-28).
Bantamvigt: Kyung Ho Kang sigraði Liu Pingyuan eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 29-28, 30-27).

ESPN upphitunarbardagar:

Þungavigt: Ciryl Gane sigraði Tanner Boser eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Seung Woo Choi sigraði Suman Mokhtarian eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Omar Antonio Morales Ferrer sigraði Dong Hyun Ma eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Alexandre Pantoja sigraði Matt Schnell með rothöggi eftir 4:17 í 1. lotu.
Bantamvigt: Raoni Barcelos sigraði Said Nurmagomedov eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Amanda Lemos sigraði Miranda Granger með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:43 í 1. lotu.
Bantamvigt: Heili Alateng sigraði Ryan Benoit eftir klofna dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.