spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHenry Cejudo tapaði Ólympíugullinu sínu í skógareldunum í Kaliforníu

Henry Cejudo tapaði Ólympíugullinu sínu í skógareldunum í Kaliforníu

Henry Cejudo, fluguvigtarkappi í UFC er einn af þeim sem hefur orðið fyrir barðinu á skógareldunum sem geysa nú í Norður-Kaliforníu. Cejudo varð fyrir brunasárum og tapaði dýrmætri eign.

Um 20.000 manns hafa orðið fyrir óþægindum vegna skógareldanna og eru 11 manns látnir. Santa Rosa er eitt af þeim svæðum sem orðið hefur mest fyrir barðinu á eldunum.

Henry Cejudo var staddur á góðgerðarviðburði í Santa Rosa á mánudaginn. Eldur kom upp á hótelinu og vaknaði Cejudo í reykfylltu herberginu. Það eina sem Cejudo gat gert var að stökkva af svölunum af 2. hæð.

Fyrstu fréttir hermdu að Cejudo hefði ökklabrotnað við flýja eldsvoðann. Cejudo leiðrétti það hins vegar í viðtali við MMA Fighting og sagðist einungis hafa brennst á fótunum (myndir af brunasárunum má sjá í fréttinni). Hann hefði hins vegar tapað medalíunni sinni frá Ólympíuleikunum árið 2008 þar sem hann vann gull í frjálsri glímu (e. freestyle wrestling).

Cejudo mætir Sergio Pettis á UFC 218 í desember og mun bardaginn fara fram þrátt fyrir brunann. Cejudo átti sína bestu frammistöðu á ferlinum þegar hann kláraði Wilson Reis með rothöggi á UFC 216. Svo gæti farið að sigurvegarinn fái titilbardaga gegn Demetrious Johnson.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular