spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHentug stytting á bönnum liðsfélaga Khabib

Hentug stytting á bönnum liðsfélaga Khabib

Tveir liðsfélagar Khabib sem áttu þátt í hópslagsmálunum á UFC 229 fengu í dag styttingu á keppnisbönnum sínum. Báðir fengu þeir eins árs bann en í dag var bannið stytt um 35 daga sem er einstaklega hentugt.

Þeir Abubakar Nurmagomedov og Zubaira Tukhugov tóku þátt í hópslagsmálunum í kringum UFC 229 í október eftir bardaga Khabib Nurmagomedov og Conor McGregor.

Abubakar Nurmagomedov berst í PFL en Tukhugov í UFC og fengu þeir eins árs bann á sínum tíma fyrir sinn þátt í hópslagsmálunum. Khabib var ósáttur með refsingu þeirra og sagðist ekki ætla að berjast fyrr en bann þeirra myndi klárast.

Eins árs bann þeirra var í dag stytt um 35 daga. UFC er að reyna að setja saman bardaga á milli Khabib og Dustin Poirier í Abu Dhabi þann 7. september. Þar sem bannið var stytt í dag verður keppnisbönnum Abubakar og Tukhugov lokið þann 7. september þegar UFC 242 fer fram. Khabib fékk sjálfur níu mánaða bann sem lauk í júlí.

Nevada State Athletic Commission (NSAC) fór með málið en Bob Bennett, formaður nefndarinnar, sagði að fulltrúi bardagamannanna hefði haft samband við sig og óskað eftir að bannið yrði stytt. Þar sem bardagamennirnir fengu ekki kröfu um samfélagsþjónustu óskuðu þeir eftir að gegna samfélagsþjónustu og stytta bannið þar af leiðandi. NSAC taldi það sanngjarnt og þurfa þeir báðir að gegna 10 klukkustunda samfélagsþjónustu.

Heimild: ESPN

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular