Íslandsmeistaramótið í hnefaleikum fór fram um síðustu helgi. Hnefaleikafélag Kópavogs var óumdeilanlegur sigurvegari mótsins en keppendur þeirra tóku fimm Íslandsmeistaratitla.
Íslandsmeistaramótið fór fram á laugardag og sunnudag í húsakynnum HFR í Reykjanesbæ. Fimm keppendur komu úr röðum Hnefaleikafélags Kópavogs (HFK) og VBC á mótinu og allir tóku þeir titla í sínum flokkum. Öll önnur úrslit má sjá hér að neðan:
-64 kg flokkur ungmenna
Emin Kadri Eminsson (Hnefaleikafélag Kópavogs) – Máni Meyer (Hnefaleikafélagið Æsir)
-Emin sigaði með tæknilegu rothöggi í byrjun þriðju lotu. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Emins en sá fyrsti í flokki ungmenna.
-64 kg flokkur karla
Þórður Bjarkar (Hnefaleikafélag Kópavogs) – Alexander Puchkov (Hnefaleikafélag Reykjavíkur)
-Þórður Bjarkar sigraði eftir einróma ákvörðun dómara (5-0) og er því Íslandsmeistari í -64 kg flokki annað árið í röð.
-69 kg flokkur karla
Ásgrímur Egilsson (hnefaleikafélag Kópavogs) – Daníel Alot (Hnefaleikafélag Reykjavíkur)
-Ásgrímur sigraði eftir klofna dómaraákvörðun (4-1) og er því Íslandsmeistari í -69 kg flokki annað árið í röð.
-75 kg flokkur karla
Björn Snævar Björnsson (Hnefaleikafélag Reykjanes) – Bjarni Ottóson (Hnefaleikafélag Reykjavíkur) –
-Björn Snævar sigraði eftir klofna dómaraákvörðun (4-1) og er þetta fyrsti Íslandsmeistara titill Björns síðan 2009.
-75 kg flokki kvenna
Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (Hnefaleikafélag Reykjavíkur) – Kristín Sif Björgvinsdóttir (Hnefaleikafélag Reykjavíkur)
-Ingibjörg sigraði eftir klofna dómaraákvörðun (4-1). Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill Ingibjargar og sá fyrsti í -75 kg flokki. Ingibjörg fór upp um nokkra þyngdarflokka til að fá bardaga á mótinu.
-81 kg flokkur karla
Tómas Einar Ólafsson (Hnefaleikafélag Kópavogs) – Magnús Marcin (Hnefaleikafélag Reykjanes)
-Tómas sigraði eftir klofna dómaraákvörðun (4-1) og er því Íslandsmeistari í -81 kg flokki annað árið í röð.
-91 kg flokkur karla
Kristján Kristjánsson (Hnefaleikafélag Kópavogs) – Elmar Gauti Halldórsson (Hnefaleikafélag Reykjavíkur)
-Kristján sigraði eftir einróma ákvörðun dómara (5-0) og er því Íslandsmeistari í -91 kg flokki þriðja árið í röð.
Emin Kadri Eminsson var valinn boxari kvöldsins og fékk því afhentan Bensa bikarinn til vörslu fram að næsta Íslandsmeistaramóti. Þá var viðureign Emins og Mána valinn sú tæknilegasta á mótinu.