One Championship var með bardagakvöld á Filippseyjum í dag. Gamla kempan Renzo Gracie snéri aftur í búrið eftir átta ára fjarveru og kláraði bardaga sinn í 2. lotu.
Renzo Gracie mætti Yuki Kondo í Manila fyrr í dag. Fyrsta lotan var heldur tilþrifalítil og fengu báðir keppendur gult spjald fyrir athafnaleysi. Í 2. lotu var fjörið aðeins meira og fór Renzo í vel heppnaða fellu. Renzo náði fljótlega bakinu þar sem hann náði ljónsbananum fræga. Hinn 43 ára Yuki Kondon þurfti því að tapa í 104. bardaga sínum í MMA.
The legendary Renzo Gracie returns to the cage at 51-years-young and submits Yuki Kondo in R2. “I did what my family has been doing for 100 years, choking people.” #ReignOfKings pic.twitter.com/fhmQBpwjHA
— caposa (@Grabaka_Hitman) July 27, 2018
Einn besti glímumaður í heiminum í dag, Garry Tonon, var í smá basli í sínum öðrum MMA bardaga. Tonon mætti hinum indverska Rahul Raju og tókst Raju að verjast nokkrum fellum. Þegar mínúta var eftir af bardaganum náði Tonon loksins uppgjafartakinu og kláraði þetta með „rear naked choke“. Tonon er því 2-0 sem atvinnumaður í MMA og verður gaman að sjá hvað hann ætlar sér að gera í MMA.
finally Garry Tonon RNCd Rahul Raju in 3R – HL pic.twitter.com/SM6DDUptH8
— Jolassanda (@Jolassanda) July 27, 2018