spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHinn 51 árs gamli Renzo Gracie með hengingu í ONE - Garry...

Hinn 51 árs gamli Renzo Gracie með hengingu í ONE – Garry Tonon einnig með sigur

One Championship var með bardagakvöld á Filippseyjum í dag. Gamla kempan Renzo Gracie snéri aftur í búrið eftir átta ára fjarveru og kláraði bardaga sinn í 2. lotu.

Renzo Gracie mætti Yuki Kondo í Manila fyrr í dag. Fyrsta lotan var heldur tilþrifalítil og fengu báðir keppendur gult spjald fyrir athafnaleysi. Í 2. lotu var fjörið aðeins meira og fór Renzo í vel heppnaða fellu.  Renzo náði fljótlega bakinu þar sem hann náði ljónsbananum fræga. Hinn 43 ára Yuki Kondon þurfti því að tapa í 104. bardaga sínum í MMA.

Einn besti glímumaður í heiminum í dag, Garry Tonon, var í smá basli í sínum öðrum MMA bardaga. Tonon mætti hinum indverska Rahul Raju og tókst Raju að verjast nokkrum fellum. Þegar mínúta var eftir af bardaganum náði Tonon loksins uppgjafartakinu og kláraði þetta með „rear naked choke“. Tonon er því 2-0 sem atvinnumaður í MMA og verður gaman að sjá hvað hann ætlar sér að gera í MMA.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular