Friday, April 26, 2024
HomeForsíðaHlynur Torfi með sigur í 1. lotu í Finnlandi

Hlynur Torfi með sigur í 1. lotu í Finnlandi

Mynd: Jarno Juutinen/MMA Viking.

Bardagakappinn Hlynur Torfi Rúnarsson sigraði sinn annan áhugamannabardaga í gær. Bardaginn fór fram á MMA Cup Lahti í Finnlandi.

Hlynur mætti Markus Isosomppi Ahjo (0-0) sem hefur reynslu í boxi en var að berjast sinn fyrsta MMA bardaga. Hlynur kláraði Markus með „rear naked choke“ strax í 1. lotu. Hlynur er 2-0 sem áhugamaður í MMA og hefur klárað báða bardaga sína með hengingu í fyrstu lotu.

Hlynur æfði í 3 ár í Mjölni en flutti fyrr á árinu með kærustunni sinni til Finnlands þar sem hann æfir í Finn Fighters Gym. Í Finnlandi er bardagasenan á fullu gasi og er því auðvelt fyrir Hlyn að finna bardaga.

Bardagann má sjá hér að neðan en Hlynur berst eftir um það bil 26 mínútur.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular