spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHM 2017: Björn Lúkas mætir Ástrala í undanúrslitum á morgun

HM 2017: Björn Lúkas mætir Ástrala í undanúrslitum á morgun

Björn Lúkas Haraldsson er kominn áfram í undanúrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn Lúkas mætir Ástralanum Joseph Luciano.

29 bardagamenn hófu leik í millivigt og eru nú aðeins fjórir eftir. Þar á meðal er Björn Lúkas okkar en hann komst í undanúrslit í dag með sigri á Stacy Waikato með armlás í 1. lotu. Björn Lúkas hefur þar með unnið þrjá bardaga á þremur dögum og klárað þá alla í 1. lotu.

Ástralinn Joseph Luciano (7-2) verður andstæðingur Björns á morgun en hann hefur farið í gegnum sterka andstæðinga á mótinu til þessa. Í dag sigraði hann Darion Weeks (11-2) frá Bandaríkjunum en sá bandaríski þótti sigurstranglegur fyrir mótið. Luciano hefur tvisvar farið allar þrjár loturnar á mótinu en einu sinni klárað bardaga í 2. lotu.

Á sama tíma hefur Björn Lúkas bara verið fljótari og fljótari að klára sína bardaga. Það tók hann 2:08 að klára fyrsta bardagann með armlás, 1:32 að klára Írann með tæknilegu rothöggi og svo var hann ekki nema 1:12 með andstæðinginn í dag.

Björn hefur náð frábærum árangri til þessa en hann ætlar sér alla leið.

Björn Lúkas er búinn að klára þrjá af þremur bardögum í fyrstu lotu og er kominn áfram í undanúrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA! Þess má geta að fyrsta bardagann kláraði hann með uppgjafartaki eftir 2:08, annan bardagann með TKO eftir 1:32 og rétt áðan kláraði hann þriðja bardagann sinn með armbar eftir 1:16. Hann verður alltaf fljótari og fljótari að þessu drengurinn. Hvað gerir hann í undanúrslitum á morgun? Þrír sigrar á þremur dögum og vegurinn að gullinu styttist! / Another first round finish for Björn Lúkas today who just secured himself a spot in the semi finals tomorrow at the IMMAF World Championships. The road to the gold just gets shorter and shorter for Björn Lúkas! #immaf #2017immafworlds #2017immaf #mma

A post shared by Mjölnir (@mjolnirmma) on

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular