spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHM 2017: Björn Lúkas með enn einn sigurinn í 1. lotu -...

HM 2017: Björn Lúkas með enn einn sigurinn í 1. lotu – kominn í undanúrslit

Björn Lúkas Haraldsson er kominn í undanúrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn kláraði enn einn bardagann í 1. lotu.

Heimsmeistaramótið fer fram í Barein um þessar mundir og keppir okkar maður í millivgt. Björn Lúkas var í 8-manna úrslitum í dag þar sem hann mætti Stacy Waikato frá Nýja-Sjálandi.

Líkt og Björn Lúkas hefur gert alla vikuna kláraði hann bardagnn í 1. lotu. Waikato þjarmaðu að Birni til að byrja með en Björn skaut í fellu og náði Waikato niður. Fljótlega eftir það komst Björn í „mount“, læsti „triangle“ hengingu og lét sig falla á bakið.

Waikato varðist vel en þá skipti Björn yfir í armlás og kláraði bardagann. Þetta var enn ein frábæra frammistaðan hjá Birni á mótinu. Þrír sigrar á þremur dögum, allt sigrar í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular