spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHM 2017: Björn Lúkas með sigur í 1. lotu

HM 2017: Björn Lúkas með sigur í 1. lotu

Björn Lúkas Haraldsson var rétt í þessu að vinna sinn fyrsta bardaga á HM. Björn kláraði Spánverjann með armlás í 1. lotu og er kominn áfram í næstu umferð.

Heimsmeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Barein. Þar keppir Björn Lúkas fyrir hönd Íslands og fór fyrsti bardaginn hans fram í dag.

Björn Lúkas mætti Spánverjanum Ian Kuchler í dag en Björn berst í millivigt (84 kg). Björn var ekki lengi að þessu og kláraði Spánverjann með armlás. Þeir Björn og Kuchler lentu í „clinchinu“ og náði Björn kastinu þaðan. Spánverjinn stóð upp en Björn Lúkas tók hann aftur niður. Í gólfinu náði Björn bakinu á Kuchler og kláraði hann með armlás af bakinu. Þetta var þriðji MMA bardagi Björns á MMA ferlinum og hefur hann klárað þá alla í 1. lotu.

Björn er því kominn áfram í 16-manna úrslit og mætir hann Íranum Fionn Healy-Magwa á morgun. Healy-Magwa sigraði sinn bardaga eftir klofna dómaraákvörðun og ætti Björn því að vera ferskari á morgun í bardaganum.

Hægt er að fylgjast með bardögunum í beinni útsendingu í smáforritinu Bahrein TV (þó ekki hægt að horfa á bardagana eftirá). Þá er einnig hægt að fylgjast með strákunum úti á Snapchat aðgangi Mjölnis: mjolnirmma.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular