Monday, June 24, 2024
spot_img
HomeForsíðaHnéð á Gunnari í lagi

Hnéð á Gunnari í lagi

IMG_0046Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov örugglega síðustu helgi eftir “guillotine” hengingu í fyrstu lotu. Eftir bardagann talaði Gunnar um eymsli í hné en heimildir okkar herma að hnéð sé í lagi.

Í bardaganum skullu hnén þeirra saman í einu sparkinu. Gunnar var töluvert bólginn í vinstra hnénu og var Gunnar því sendur í myndatöku eftir að bólgan hafði minnkað. Myndatakan fór fram í morgun og virðist hnéð vera í fínu standi. Þetta reyndist einungis vera mar á brjóski og mun Gunnar jafna sig á nokkrum dögum.

Eins og staðan er í dag eru engin meiðsli sem koma í veg fyrir að Gunnar verði á Dublin bardagakvöldinu í júlí og nú einungis spurning hvort að UFC bóki bardaga fyrir hann í júlí.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

  1. Það væri óskandi að hann fengi bardaga í Dublin í júlí! Held að maður verði að drífa sig út aftur fyrst þetta endaði svona vel og svo við tölum nú ekki um stemminguna sem var í London!

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular