Friday, April 19, 2024
HomeErlentHolly Holm mætir Megan Anderson á UFC 225

Holly Holm mætir Megan Anderson á UFC 225

Fyrsti fjaðurvigtarbardagi kvenna í sögu UFC sem er ekki titilbardagi fer fram í sumar. Þá mætast þær Holly Holm og Megan Anderson en sigurvegarinn mun að öllum líkindum mæta meistaranum Cyborg.

UFC setti fjaðurvigt kvenna á laggirnar í fyrra. Einu bardagarnir sem farið hafa fram í þyngdarflokknum til þessa eru titilbardagar en nú verður breyting þar á. Fjöldi kvenna í fjaðurvigt UFC er takmarkaður og hefur meistarinn Cris ‘Cyborg’ Justino barist oft á tíðum gegn konum sem berjast alla jafna flokki neðar.

Holly Holm er auðvitað helst þekktust fyrir að hafa rotað Rondu Rousey á sínum tíma en hún veitti Cyborg þá mestu mótspyrnu sem meistarinn hefur fengið í UFC.

Megan Anderson var fjaðurvigtarmeistari Invicta og átti að mæta Cyborg síðasta sumar. Hún hefur ekki barist síðan í janúar 2017 vegna persónulegra vandamála en fjaðurvigtin er hennar flokkur.

Bardaginn fer fram á UFC 225 þann 9. júní en bardagakvöldið er orðið ansi veglegt. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robert Whittaker og Yoel Romero um millivigtartitilinn og þá verður bráðabirgðartitilbardagi á milli Colby Covington og Rafael dos Anjos á kvöldinu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular