spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvað er að frétta af Zak Cummings?

Hvað er að frétta af Zak Cummings?

Zak Cummings
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Bandaríkjamaðurinn Zak Cummings mætti Gunnari Nelson þann 19. júlí í Dublin, Írlandi. Cummings er nú tilbúinn til að snúa aftur í búrið eftir meiðsli sem hann hlaut í bardaganum gegn Gunnari.

Zak Cummings kom inn í bardagann gegn Gunnari eftir að upphaflegi andstæðingur Gunnars, Ryan LaFlare, meiddist. Bardaginn var næstsíðasti bardagi kvöldsins og var Gunnari fagnað sem heimamanni á meðan baulað var á Cummings.

Eftir rólega byrjun náði Gunnar fulla stjórn á bardaganum og náði inn nokkrum föstum beinum höggum í andlit Cummings. Gunnar náði bardaganum í gólfið og kláraði með hengingu þegar skammt var eftir af annarri lotu.

Cummings hefur ekkert barist síðan hann tapaði fyrir Gunnari í júlí í fyrra. Hann er nú kominn með sinn næsta bardaga og mætir Antonio Braga Neto á UFC on Fox 16 bardagakvöldinu. Ástæðan fyrir þessari löngu hvíld er sú að Cummings þurfti að gangast undir aðgerð sem hefur haldið honum frá æfingum og keppni.

Í bardaganum gegn Gunnari brotnaði augntóft Cummings (e. orbital bone). Augntóftin brotnaði eftir eina beina hægri frá Gunnari og átti Cummings erfitt með að sjá með hægra auganu. Cummings fór í aðgerð í október og fékk myndarlega plötu í augntóftina. Hann hefur nú jafnað sig á þessum meiðslum og er tilbúinn til að berjast aftur.

Cummings segir að þrátt fyrir tapið hafi hann notið reynslunnar í Dublin. Hávaðinn í áhorfendum var mun meiri en hann bjóst við og mun hann aldrei gleyma þessari reynslu.

Bardaginn gegn Neto fer fram þann 25. júlí – rúmu ári frá tapinu gegn Gunnari. Við á MMA Fréttum óskum Cummings alls hins besta í framtíðinni og vonum að hann komist aftur á sigurbraut gegn Neto.

Zak Cummings
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular