spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvað er að gerast með UFC og Conor McGregor?

Hvað er að gerast með UFC og Conor McGregor?

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Hvað er að gerast með UFC og Conor McGregor? Fjölmargar spurningar hafa vaknað í kjölfarið á yfirlýsingu Conor McGregor. Hér reynum við að svara þeim eftir bestu getu.

Conor McGregor: Ég er ekki hættur!

Hvaða vildi Conor?

Miðað við yfirlýsinguna vildi Conor McGregor minnka fjölmiðlaskyldur sínar til að geta æft meira. Öll viðtölin og ferðalögin til að kynna bardagana taka mikla orku og tíma frá McGregor sem hann myndi annars nýtast við æfingar. McGregor brosir kannski og virðist njóta athyglinnar í öllum viðtölunum en hann myndi augljóslega frekar vilja æfa í stað þess að standa í auglýsingagerð. McGregor tapaði síðast og vill gera allt sem hann getur til að geta komið í veg fyrir annað tap. Þess má geta að Conor McGregor hætti við að leika í Hollywood kvikmyndinni xXx: The Return of Xander Gace til að geta einbeitt sér að seinni bardaganum við Nate Diaz.

Hvað vildi UFC?

UFC vildi fá Conor McGregor til Las Vegas í vikunni til að taka upp auglýsingar og annað kynningarefni fyrir UFC 200 í júlí. Auk þess áttu þeir McGregor og Diaz að fara í fjölmiðlatúr um Las Vegas, Stockton og New York til að kynna UFC 200. UFC setur háar upphæðir í kynninguna og ætlast til þess að stjörnurnar sem berjast á UFC 200 mæti og kynni bardagakvöldið stóra. Það vildi Conor McGregor ekki gera í eins miklum mæli og UFC óskaði eftir.

Af hverju sagðist Conor vera hættur?

Eins og kom fram í yfirlýsingu McGregor vildi hann fá meira svigrúm til að æfa í stað þess að fara í langan kynningartúr sem truflar æfingarnar. McGregor hefur áður gert allt sem UFC hefur óskað eftir og þar sem hann er að koma til baka eftir tap vildi hann æfa meira. UFC hefur ekki samþykkt ósk McGregor og því sagðist hann vera hættur. Mögulega var þetta samningatækni hjá Íranum eða stundarbrjálæði eftir að UFC neitaði að gefa eftir. UFC tók hann því af UFC 200 bardagakvöldinu en Írinn hefur núna sagt að hann sé ekki hættur.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Mun Conor mæta Nate Diaz?

Af yfirlýsingunni að dæma vill hann enn ólmur mæta Nate Diaz. Það er alls ekki ólíklegt að þeir muni mætast aftur á þessu ári enda mun sá bardagi gefa UFC miklar tekjur. Hvort sá bardagi verði á UFC 200 er svo önnur saga..

Mun Conor berjast á UFC 200?

Dana White, forseti UFC, var fremur rólegur í viðtölum á síðustu dögum þegar hann ræddi um Conor McGregor. White hefur oft drullað verulega yfir bardagamenn opinberlega sem hafa gert eitthvað sem honum mislíkar. Þess í stað var hann rólegur og sagði að McGregor gæti enn barist á UFC 200 ef McGregor myndi ræða aðeins málin við sig. Dana White hefur því ekki beint lokað hurðinni á að Conor McGregor berjist á UFC 200. Það er svo annað mál hvort að þeir White og McGregor komist að samkomulagi um fjölda fjölmiðlatengdra viðburða og fleira.

Af hverju nefndi Conor USADA?

Í yfirlýsingunni sinni tilkynnti McGregor UFC og USADA að hann væri ekki hættur en USADA sér um öll lyfjapróf hjá UFC. Í reglum USADA segir að lýsi bardagamaður því yfir að hann sé hættur þurfi hann að bíða í minnsta kosti fjóra mánuði áður en hann má berjast aftur. Á þessum fjórum mánuðum verði hann tekinn í nokkur lyfjapróf til að ganga úr skugga um að hann hafi ekki tekið frammistöðubætandi lyf á meðan hann var hættur. Það er þó ólíklegt að McGregor þurfi að bíða í fjóra mánuði enda var hann aðeins „hættur“ í tæpa tvo sólarhringa.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular