Friday, April 19, 2024
HomeErlentHvað er svona merkilegt við bardaga Golovkin og Canelo?

Hvað er svona merkilegt við bardaga Golovkin og Canelo?

Nú um helgina fer fram ansi stór boxbardagi sem boxáhugamenn eru gríðarlega spenntir fyrir. En hvað er svona merkilegt við þennan bardaga? Til að svara því fengum við boxarann Kolbein Kristinsson.

1. Af hverju eru allir að missa sig yfir þessum bardaga?

Millivigtin (160 pund, 72,6 kg) á ríka sögu af rosalegum bardögum og boxurum. Kannski eini þyngdarflokkurinn sem á jafn mikið af eftirminnilegum bardögum og bardagamönnum og þungavigtin (þ.e.a.s í huga the casual fan). Þar má nefna t.d Sugar Ray Robinsson, Jake Lamotta, Bernard Hopkins, Marvin Haggler, Sugar Ray Leonard, Thomas Hearns og Roberto Duran.

Millivigtin hefur því alltaf fangað huga fólks með frábærum bardagamönnum að mætast þegar þeir eru upp á sitt besta. Má þar nefna Hagler vs. Hearns 1985, Rocky Graziano vs. Tony Zale 1947, Roberto Duran vs. Iran Barkley 1989 og auðvitað bardagar Ray Robinson og Jake Lamotta.

Þessi bardagi núna um helgina er í þessum dúr, tveir boxarar á toppi ferilsins og in their prime bæði líkamlega og boxlega. Báðir hrikalega höggþungir sem geta tekið högg, með spennandi stíla og vinsælir meðal aðdáenda.

Canelo Alvarez.

Hér erum við annars vegar með Saul ‘Canelo’ Alvarez (49-1-1, 34 rothögg) sem er 27 ára Mexíkani og hins vegar ‘GGG’ Gennady Golovkin (37-0, 33 rothögg).

Canelo hefur verið atvinnumaður síðan hann var 15 ára gamall þegar hann laug um aldur til að fá að keppa atvinnubardaga. Hann er promotaður af Golden Boy Promotions og það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar Oscar De La Hoya keyrði sjálfur í heimabæ Canelo með promotional samninginn.

Canelo er svakalega spennadi boxari og er með rosalega vinstri króka sem maður nánast slefar yfir. Honum hefur farið mikið fram síðan hann keppti við Floyd Mayweather árið 2013 þar sem Floyd skólaði hann. Það er hans eina tap en í hans síðustu fjórum bardögum vann hann Julio Cesar Chavez Jr., Liam Smith, Amir Khan og Miguel Cotto. Hann er því vel tilbúinn að mæta Golovkin.

Gennady Golovkin.

Golovkin er 35 ára Kasakstani. Hann átti farsælan áhugamannaferil með 350 bardaga þar sem hann vann m.a. gull á heimsmeistaramótinu 2003 í Bangkok og silfur á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Hann byrjaði atvinnuferillinn sinn í Evrópu og fór ekki til Bandaríkjanna fyrr en árið 2012 – þá orðinn þrítugur.

Hann er með endalausa pressu sem hann setur á menn og meiðir þá með báðum höndum. Þó hann sé ekki með eins góðan vinstri krók og Canelo að mínu mati matcha höggin þeirra frekar vel.

Fyrr á ferli Golovkin var hann mun hreyfanlegri og tæknilegri en tók upp á að labba niður menn og berja þá eftir að hann fór að vinna með Abel Sanchez. Andstæðingar Golovkin hafa ekki verið af sömu styrktargráðu og andstædingar Canelo en talað er um að menn þori hreinlega ekki á móti honum. Síðustu tveir bardagar hjá honum voru gegn Daniel Jacobs og Kell Brooks. Þó hann sé orðin 35 ára er ekki hægt að segja að hann sé kominn á lokasprett ferilsins. Ef svo er mega hinir í millivigtinni þakka fyrir að hann hafi ekki komið fyrr á sjónarsviðið að alvöru.

Allir eru að míga í sig yfir þessum bardaga því hér erum við með tvo boxara upp á sitt besta sem eru tveir bestu millivigtarboxarar í heiminum að mætast í phonebooth stríði um IBF, IBO, WBA og WBC millivigtarbeltin.

2. Verður þetta besti boxbardagi ársins?

Box árið í ár er búið að vera ótrúlega gott, rosalega mikið af geggjuðum bardögum sem allir gætu verið tilnefndir sem bardagi ársins. En ef þessi bardagi stendur undir væntingum gæti þetta vel orðið besti bardagi ársins. Við erum allavega með nóg firepower í þessum tveimur boxurum og ég á von á flugeldasýningu. Höldum í vonina að þetta verði okkar Haggler vs. Hearns.

Mynd: Baldur Kristjánsson.

3. Hvernig fer þetta?

Ég hef pælt rosaleg mikið í þessum bardaga og til að byrja með var ég á því að Golovkin myndi vinna. En með tímanum er ég farinn að hallast meira og meira að Canelo Alvarez.

Hann er búinn að vaxa svakalega líkamlega og sem boxari upp á síðkastið á meðan Golovkin í dag er búinn að vera sá Golovkin í allavega 5 ár. Mér finnst skillsettið hans betra og fjölbreyttara þar sem hann er góður í allar áttir, að sækja, verjast og countera. Golovkin er auðvitað góður í því líka en hefur ekki þurft að gera annað en að labba áfram og sækja síðustu 5 ár. Sagt er að Golovkin hafi aldrei verið sleginn niður í 387 bardögum. En hann hefur aldrei mætt Canelo Alvarez.

Ég spái því að Canelo vinni á dómaraákvörðun eftir 12 lotu stríð sem mun fara í sögubækurnar sem einn af þeim betri.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular