spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHvað segja erlendu sérfræðingarnir um bardaga Gunnars og Ponzinibbio?

Hvað segja erlendu sérfræðingarnir um bardaga Gunnars og Ponzinibbio?

Gunnar Nelson mætir Santiago Ponzinibbio í kvöld á UFC bardagakvöldinu í Glasgow. Hér skoðum við hverju erlendu miðlarnir eru að spá fyrir bardaga Gunnars.

Það er alltaf gaman að skoða hvað stóru fréttamiðlarnir í MMA heiminum spá fyrir bardaga Gunnars. Hér skoðum við hvað Sherdog, MMA Junkie, MMA Fighting og Bloody Elbow telja að gerist í kvöld.

MMA Fighting: Danny Segura hjá MMA Fighting segir að Gunnar hafi valdið vonbrigðum í UFC. Hann segir að Gunnar sé hæfileikaríkur en eigi erfitt með að setja í næsta gír þegar hann mætir topp andstæðingum.

„Ponzinibbio er sterkari en flestir í veltivigtinni og þar á meðal Nelson og hann notar það vel í felluvörninni sinni. Argentínumaðurinn er mjög hæfileikaríkur standandi og getur rotað. Ponzinibbio er líka á góðu skriði og virðist ætla að koma með ferskt blóð á toppinn í veltivigtinni. Ponzinibbio á eftir að verjast fellum og hafa betur standandi. Ég held að aðgerðarleysi Gunnar eigi eftir að koma honum um koll,“ segir Segura og spáir því að Ponzinibbio sigri.

MMA Junkie: Allir 11 starfmenn MMA Junkie telja að Gunnari fari með sigur af hólmi. Þar færa þeir ekki frekar rök fyrir valinu sínu frekar en í öðrum bardögum kvöldsins.

Sherdog: Connor Ruebusch segir að Gunnar komi sér oft á óvart en hefur ekki mikla trú á Gunnari.

„Nelson er svo ófyrirsjáanlegur og hættulegur og ég spái því aldrei rétt í hans bardögum. Ponzinibbio ætti að geta gert það sama og Rick Story gerði. Þrátt fyrir að vera ekki eins góður glímumaður og Rick Story er hann hreyfanlegri og með meiri höggþunga. Ponzinibbio þarf að lifa af fyrstu lotuna áður en hann dettur í gang. Hann á það til að byrja hægt þó hann vilji pressa frá fyrstu sekúndu og Nelson mun örugglega koma honum á óvart nokkrum sinnum. Ef Ponzinibbio getur lifað af fyrstu lotuna munum við sjá hann vaxa, sækja meira og forðast það sem Nelson mun gera. Svo lengi sem Ponzinibbio verður með góða leikáætlun ætti hann að geta haft betur standandi í vasanum og saxa hann niður út bardagann. Ponzinibbio sigrar með tæknilegu rothöggi í 4. lotu.“

Bloody Elbow: Á Bloody Elbow spá sex af níu blaðamönnunum Gunnari sigri. Í upphitunargreininni spá þeir David Castillo og Phil Mackenzie þó Ponzinibbio sigri.

„Mér finnst heimskulegt að veðja gegn Nelson en óvæntur sigur Ponz er líklegur að mínu mati. Hraði hans verður mikið vandamál fyrir Nelson. Ponz er ekki Jouban. Hann er tæknilegur en líka ákáfur og Nelson er oft kyrrstæður. Santiago sigrar eftir klofna dómaraákvörðun,“ segir David.

„Ég ætlaði að veðja á Nelson. Hins vegar hefur Ponz sýnt að hann er varkárari varnarlega og ég treysti því ekki að Gunnar geti farið fimm lotur. Ég trúi að stungan hans Ponz, lágspörkin og meira magn högga geri gæfumuninn yfir fimm lotur. Ætti að verða mjög skemmtilegt sama hvað gerist. Ég segi Santiago Ponzinibbio eftir einróma dómaraákvörðun,“ segir Phil.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular