Á laugardagskvöld er Invicta FC með sitt 24. bardagakvöld. Þar berst okkar kona, Sunna Rannveig Davíðsdóttir, en hvenær byrjar fjörið?
Átta bardagar eru á dagskrá í kvöld og hefst bardagakvöldið á miðnætti á íslenskum tíma. Sunna er í öðrum bardaga kvöldsins og ætti því að byrja rétt eftir miðnætti (0:15-0:30) á íslenskum tíma. Það gæti þó verið aðeins fyrr eða seinna og fer bara eftir því hvenær fyrsti bardagi kvöldsins klárast. Við mælum þvíu með að allir verði búnir að koma sér vel fyrir fyrir framan skjáinn fljótlega eftir miðnætti.
Upphaflega átti Sunna að vera í þriðja bardaga kvöldsins en þar sem fyrsti bardagi kvöldsins á milli Mallory Martin og Tiffany Masters féll niður byrjar Sunna fyrr en upphaflega var áætlað.
Sunna mætir Kelly D’Angelo en báðar eru þær 2-0 á atvinnuferlinum í MMA. Þetta verður fyrsti bardagi Kelly í Invicta.
Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst á miðnætti. Bardagakvöldið verður einnig sýnt á Drukkstofunni í Mjölni en Íslendingar sem eru staddir í Glasgow ætla að sameinast á Alea Casino Glasgow og horfa á bardaga Sunnu.
Hér má sjá bardaga kvöldsins:
Fluguvigt: Milana Dudieva (11-5) gegn Mara Romero Borella (10-4, 1 NC)
Atómvigt: Jinh Yu Frey (5-2) gegn Ashley Cummins (5-3)
Fjaðurvigt: Pam Sorenson (5-2) gegn Helena Kolesnyk (5-0, 1 NC)
Fluguvigt: Karina Rodríguez (4-2) gegn Bárbara Acioly (4-0)
Fluguvigt: Miranda Maverick (2-0) gegn Gabby Romero (2-1)
Strávigt: Sunna Rannveig Davíðsdóttir (2-0) gegn Kelly D’Angelo (2-0)
Fjaðurvigt: Felicia Spencer (2-0) gegn Amy Coleman (2-1)
Strávigt: Mallory Martin (1-1) gegn Tiffany Masters (2-0)