0

Hvenær byrjar UFC 196? Hvenær berst Conor?

nate conorUFC 196 fer fram í kvöld. Conor McGregor mætir Nate Diaz í aðalbardaga kvöldsins en bardagakvöldið fer fram í Las Vegas. Af þeim sökum eru bardagarnir seint um síðir.

12 bardagar eru á dagskrá eins og venjan er og hefst fyrsti bardaginn kl 23:30 á íslenskum tíma. Áskrifendur af Fight Pass rás UFC geta séð fyrstu bardagana frítt þar.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 þar sem fimm bardagar eru á dagskrá. Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Bardagi Conor McGregor og Nate Diaz er síðasti bardagi kvöldsins og ætti því að hefjast á milli 5 og 5:30. Því fyrr sem bardagarnir á aðalhluta bardagakvöldsins klárast, því fyrr byrjar bardagi McGregor og Diaz.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.