0

Hvenær byrjar UFC 196? Hvenær berst Conor?

nate conorUFC 196 fer fram í kvöld. Conor McGregor mætir Nate Diaz í aðalbardaga kvöldsins en bardagakvöldið fer fram í Las Vegas. Af þeim sökum eru bardagarnir seint um síðir.

12 bardagar eru á dagskrá eins og venjan er og hefst fyrsti bardaginn kl 23:30 á íslenskum tíma. Áskrifendur af Fight Pass rás UFC geta séð fyrstu bardagana frítt þar.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 þar sem fimm bardagar eru á dagskrá. Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Bardagi Conor McGregor og Nate Diaz er síðasti bardagi kvöldsins og ætti því að hefjast á milli 5 og 5:30. Því fyrr sem bardagarnir á aðalhluta bardagakvöldsins klárast, því fyrr byrjar bardagi McGregor og Diaz.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.