UFC 197 fer fram í kvöld þar sem einn besti bardagamaður heims, Jon Jones, berst í fyrsta sinn í langan tíma. En hvenær byrjar fjörið?
Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Jon Jones er síðasti bardagi kvöldsins ætti hann því að byrja milli 4 og 4:30. Það veltur þó allt á því hversu fljótt fyrri bardagar kvöldsins klárast.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22:30 og verður í beinni á Fight Pass rás UFC.
Hér má sjá bardaga kvöldsins:
Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 á Stöð 2 Sport.
Léttþungavigt (bráðabirgðartitill): Jon Jones gegn Ovince Saint Preux
Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn Henry Cejudo
Léttvigt: Anthony Pettis gegn Edson Barboza
Millivigt: Robert Whittaker gegn Rafael Natal
Fjaðurigt: Yair Rodríguez gegn Andre Fili
Upphitunarbardagar (Fox Sports 1) hefjast á miðnætti (hægt að sjá á Fight Pass)
Fluguvigt: Sergio Pettis gegn Chris Kelades
Veltivigt: Danny Roberts gegn Dominique Steele
Strávigt kvenna: Carla Esparza gegn Juliana Lima
Léttvigt: Glaico França gegn James Vick
Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass) hefjast kl 22:30
Þungavigt: Walt Harris gegn Cody East
Léttþungavigt: Marcos Rogério de Lima gegn Clint Hester
Léttvigt: Efrain Escudero gegn Kevin Lee