Wednesday, April 17, 2024
HomeErlentBen Henderson tapaði í Bellator og Michael Page með enn einn auðvelda...

Ben Henderson tapaði í Bellator og Michael Page með enn einn auðvelda sigurinn

Screen Shot 2016-04-23 at 10.51.54Bellator 153 fór fram í gær. Fyrrum léttvigtarmeistari UFC, Ben Henderson, háði frumraun sína í Bellator í gær og Michael Page lét óþekktan bardagamann finna fyrir því.

Ben Henderson ákvað að yfirgefa UFC og fékk betri samning í Bellator fyrr á árinu. Hann mætti veltivigtarmeistaranum Andrey Koreshkov í fyrsta bardaga sínum í Bellator í gær.

Henderson ætlar að berjast bæði í léttvigt og veltivigt í Bellator en Koreshkov var talsverst stærri og kraftmeiri í gær heldur en Henderson. Koreshkov hafði yfirburði nær allan bardagann og sigraði eftir dómaraákvörðun, 50-45. Ekki draumabyrjun hjá Henderson og spurning hvort hann fari niður í léttvigt næst.

Bretinn Michael Page fékk enn og aftur óþekktan andstæðing í gær sem reyndist vera lítil áskorun fyrir hann. Page sigraði Jeremie Holloway með „toe hold“ uppgjafartaki eftir 2:15 í fyrstu lotu. Enn einn auðveldi sigurinn fyrir Page.

Page mun næst mæta Fernando Gonzalez á fyrsta bardagakvöldi Bellator í London. Page átti að mæta Gonzalez fyrr á árinu en meiddist og fékk því bardagann gegn Holloway mánuði síðar. Gonzalez er sterkari andstæðingur en Holloway og verður klárlega erfiðari prófraun fyrir Page en fyrri andstæðingar hans hingað til.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular