Eitt stærsta glímumót ársins, Mjölnir Open, fer fram á morgun í ellefta sinn. Sjö félög senda keppendur á mótið sem hefst kl 11 á morgun, laugardag.
66 keppendur eru skráðir til leiks á morgun. Keppt verður í fimm þyngarflokkum karla og þremur þyngdarflokkum kvenna auk opinna flokka.
Karlar:
-66 kg
-77 kg
-88 kg
-99 kg
+99 kg
Konur:
-60 kg
-70 kg
+70 kg
Á mótinu er keppt í uppgjafarglímu án galla og keppa margir af bestu glímumönnum landsins á morgun. Mótið fer fram í Mjölniskastalanum, Seljavegi 2, og stendur fram eftir degi.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023