0

Hvenær byrjar UFC 203?

ufc203UFC 203 fer fram í kvöld þar sem Stipe Miocic og Alistair Overeem mætast í aðalbardaga kvöldsins. En hvenær byrjar svo fjörið?

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23 og verður í beinni útsendingu á Fight Pass rás UFC en hér má sjá bardagakvöldið í heild sinni.

*Uppfært*

Bardagi C.B. Dollaway og Francimar Barroso verður ekki í kvöld vegna meiðsla Dollaway.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl 2)

Titilbardagi í þungavigt: Stipe Miocic gegn Alistair Overeem
Þungavigt: Fabrício Werdum gegn Travis Browne
Veltivigt: CM Punk gegn Mickey Gall
Bantamvigt: Urijah Faber gegn Jimmie Rivera
Strávigt kvenna: Jéssica Andrade gegn Joanne Calderwood

Fox Sports 1 upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)

Bantamvigt kvenna: Jessica Eye gegn Bethe Correia
Hentivigt*: Nik Lentz gegn Michael McBride
Millivigt: Caio Magalhães gegn Brad Tavares
Léttvigt: Drew Dober gegn Jason Gonzalez

Fight Pass upphitunarbardagi (hefst kl 23:30)

Veltivigt: Yancy Medeiros gegn Sean Spencer

*Michael McBride náði ekki 155 punda léttvigtartakmarkinu og því fer bardaginn fram í 158 punda hentivigt.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.