Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 203

Spá MMA Frétta fyrir UFC 203

UFC 203 fer fram í kvöld þar sem barist verður upp á þungavigtartitilinn. Líkt og fyrir öll stóru bardagakvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá.

overeem miocic

Titilbardagi í þungavigt: Stipe Miocic gegn Alitair Overeem

Pétur Marinó Jónsson: Ég er alveg á báðum áttum með þennan bardaga og alltaf hrikalega erfitt að spá í þungavigtina þegar svona gæjar mætast. Sé fyrir mér Overeem éta bombu frá Stipe í 3. lotu og hann steinliggur. Sé líka fyrir mér Overeem ná sínum höggum inn og klára Stipe með TKO. Ég er nokkuð viss um að þessi bardagi fari ekki allar loturnar en því lengur sem líður á bardagann því meiri séns á Stipe að mínu mati. Við erum búin að fá marga nýja meistara á þessu ári og ég held að það haldi áfram. Overeem klárar Stipe Miocic í 2. lotu með höggum.

Óskar Örn Árnason: Þetta virðist ansi jafn bardagi. Miocic er betri boxari og wrestler en Overeem er klókur, er með miklu meiri reynslu og hné frá helvíti. Annar verður rotaður, ég segi að Overeem klári þetta í annarri lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Stipe er gríðarlega öflugur og mér hefur þótt Overrem vera að dala. Ég spái því að þetta verði klókur bardagi hjá Stipe og að hann sigri með TKO í annarri lotu.

Brynjar Hafsteins: Nýi skólin og gamli skólin mætast. Stipe er betri wrestler, Overeem er betri standandi ef við tökum clinchið og allt saman. Stipe getur boxað, komist hjá clinchinu og hótað felluni. Þá gæti hann líklegast staðið sig vel en ég hef trú á að Overeem noti reynslu, betri tækni standandi og kænsku. Overeem rotar Stipe í fjórðu.

Stipe Miocic: Guttormur.
Alistair Overeem: Óskar, Brynjar, Pétur.

werdum browne

Þungavigt: Travis Browne gegn Fabricio Werdum

Pétur Marinó Jónsson: Það gerist alltaf eitthvað óvænt og ég hef það smá á tilfinningunni að þetta verði óvæntu úrslit kvöldsins. Werdum sýndi geggjaða takta síðast þegar þeir mættust og Browne hefur bara dalað síðan þá. Ég held einhvern veginn að Browne gæti komið á óvart og steinrotað Werdum í 1. lotu, stutt síðan Werdum var rotaður síðast og þungavigtin er mikið happa glappa. EN, Browne er ennþá með Edmund Tarverdyan í horninu sínu og ég hef enga trú á þeim manni svo ég bara get ekki spáð Browne sigri. Werdum sigrar á stigum.

Óskar Örn Árnason: Síðast sigraði Werdum örugglega á stigum, mér finnst ekki ólíklegt að það gerist aftur. Það getur auðvitað allt gerst í þungavigt, Browne virkar mjög einbeittur. En held mig við þetta, Werdum á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Werdum var með svo mikla yfirburði seinast að ég á erfitt með að spá öðru en Werdum sigri. Svo er Edmund Tarverdyan striking þjálfarinn hans Browne. Það veit aldrei á gott. Werdum sigrar eftir TKO í þriðju

Brynjar Hafsteins: Væri mjög skrítið að sjá Werdum tapa þessum bardaga þar sem hann sópaði gólfinu með Browne seinast. Þungavigt er svo skrítin samt, allir geta rotað alla. Ég segi samt Werdum á stigum.

Fabricio Werdum: Pétur, Óskar, Guttormur, Brynjar.
Travis Browne:

Mickey-Gall-cm-punk

Veltivigt: CM Punk gegn Mickey Gall

Pétur Marinó Jónsson: Vanalega þegar brúnt belti í BJJ mætir hvítbeltingi endar það ekki vel fyrir hvítbeltinginn nema sá sé eitthvað K-1 legend. Það er CM Punk ekki. 37 ára nýliðinn á þó eftir að koma ágætlega út úr þessu, sýna smá hörku og hjarta en Gall er bara betri bardagamaður. Mickey Gall svæfir CM Punk í 2. lotu í skrítnum bardaga.

Óskar Örn Árnason: Jæja, þá er það pönkarinn. Maður með enga bardagareynslu er að fara að berjast í UFC, það verður í það minnsta fróðlegt að sjá hvað hann endist lengi. Ég held að Gall klári þetta örugglega í fyrstu lotu, segjum TKO frekar en submission.

Guttormur Árni Ársælsson: Punk er 38 ára hvítbeltingur og á ekki möguleika, fyrir utan punchers chance. Gall sigrar með Rear Naked Choke í fyrstu lotu.

Brynjar Hafsteins: Asnalegur bardagi, Gall með toe hold?

CM Punk:
Mickey Gall: Pétur, Óskar, Guttormur, Brynjar.

urijah-faber-jimmie-rivera

Bantamvigt: Urijah Faber gegn Jimmie Rivera

Pétur Marinó Jónsson: Maður veit aldrei hvenær þetta trend hjá Faber að vinna alla nema meistarana hætti. Ég held að það sé ekki raunin í þetta sinn og Faber vinnur með hengingu í 3. lotu, rear naked choke.

Óskar Örn Árnason: Faber tapar bara fyrir þeim allra bestu en það er alltaf spurning hvenær því lýkur. Hann er að eldast og mætir hér mjög erfiðum andstæðingi sem er með ferilinn 19-1 og hefur ekki tapað síðan 2008. Samt sem áður held ég mig við Faber, hann sigrar með sínu trademark guillotine í annarri lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Hörku test fyrir hinn efnilega Rivera. Faber reynist of reynslumikill og sigrar eftir einróma dómaraákvörðun.

Brynjar Hafsteins: Faber tapar bara gegn top 2 svo hann heldur áfram að sigra eftir dómaraúrskurð.

Urijah Faber: Pétur, Óskar, Guttormur, Brynjar.
Jimmie Rivera:

andrade calderwood

Strávigt kvenna: Jessica Andrade gegn Joanne Calderwood

Pétur Marinó Jónsson: Einn besti bardagi kvöldsins. Andrade leit út eins og kvenkyns Wanderlei Silva síðast og hakkaði Jessica Penne í sig. Andrade er með frábærar hendur og Jojo fær oft sinn skammt af höggum í sig og er enginn varnarsnillingur. Jojo þarf að fara mjög varlega gegn Andrade en ég held að hún og Firas Zahabi kokki upp eitthvað sniðugt plan. Jojo heldur góðri fjarlægð með framspörkum og tímasetur fellurnar vel og sigrar eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Ég mun halda með JoJo en ég hef miklar áhyggjur af henni í þessum bardaga. Andrade hakkaði Jessica Penne í buff í júní. Hún er með hraðar, þungar hendur og er mjög árásargjörn. Ég hallast að Andrade, TKO 2. lota.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég fíla Jojo en held því miður að Andrade sé of stór biti fyrir hana. Andrade klárar bardagann í fyrstu með TKO.

Brynjar Hafsteins: Andrede lítur svakalega vel og hefur flott box. Jojo er samt algjör hundur, hún stoppar ekki en Andrede rotar hana í 3. lotu.

Jessica Andrade: Óskar, Guttormur, Brynjar.
Joanne Calderwood: Pétur.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular