spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC 205? Hvenær berst Conor?

Hvenær byrjar UFC 205? Hvenær berst Conor?

conor McGregor Eddie Alvarez UFC New YorkUFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Þetta verður sögulegt bardagakvöld og mætast þeir Conor McGregor og Eddie Alvarez í aðalbardaga kvöldsins en hvenær byrjar veislan?

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst á miðnætti og verður í beinni útsendingu á Fight Pass rás UFC. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Bardagi Kelvin Gastelum og Donald Cerrone er ekki lengur á dagskrá eftir að Gastelum var langt frá því að ná veltivigtartakmarkinu. Sem betur fer eru 11 frábærir bardagar eftir.

Bardagi Conor McGregor og Eddie Alvarez er síðasti bardagi kvöldsins. Þar sem þrír fimm lotu titilbardagar eru á dagskrá reiknar UFC með að aðalhluti bardagakvöldsins taki í mesta lagi fjóra klukkutíma. Bardagi Conor McGregor og Eddie Alvarez ætti því að vera að byrja einhvern tímann á milli 5 og 6:30 á sunnudagsmorguninn. Það er þó alltaf erfitt að reikna svona út nákvæmlega enda fer þetta allt eftir því hve fljótir bardagarnir eru að klárast. Við mælum með að fólk stilli inn á kl 3 og horfi til enda, þið munuð ekki sjá eftir því.

Hér má svo sjá hvernig bardagakvöldið lítur út í heild sinni.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl 3)

Titilbardagi í léttvigt: Eddie Alvarez gegn Conor McGregor
Titilbardagi í veltivigt:
Tyron Woodley gegn Stephen Thompson
Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jedrzejczyk gegn Karolina Kowalkiewcz
Millivigt: Chris Weidman gegn Yoel Romero
Bantamvigt kvenna: Miesha Tate gegn Raquel Pennington

Fox Sports 1 upphitunarbardagar (hefjst kl 1)

Fjaðurvigt: Frankie Edgar gegn Jeremy Stephens
Léttvigt: Khabib Nurmagomedov gegn Michael Johnson
Millivigt: Rafael Natal gegn Tim Boetsch
Veltivigt: Vicente Luque gegn Belal Muhammad

Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)

Léttvigt: Jim Miller gegn Thiago Alves
Bantamvigt kvenna: Liz Carmouche gegn Katlyn Chookagian

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular