Sunday, April 21, 2024
HomeErlentHvenær byrjar UFC 210?

Hvenær byrjar UFC 210?

UFC 210 fer fram í nótt þar sem Daniel Cormier mætir Anthony Johnson í aðalbardaga kvöldsins. En hvenær byrjar fjörið í kvöld?

Það eru 13 bardagar á dagskrá í kvöld og ótrúlegt en satt þá hefur enginn bardagi (enn sem komið er) verið felldur niður vegna meiðsla, lyfjaprófa eða annarra óvæntra atburða á bardagakvöldinu.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22:15 í beinni útsendingu á Fight Pass rás UFC. Hér má sjá bardaga kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl 2 á Stöð 2 Sport)

Léttþungavigt: Daniel Cormier gegn Anthony Johnson
Millivigt: Chris Weidman gegn Gegard Mousasi
Strávigt kvenna: Cynthia Calvillo gegn Pearl Gonzalez
Veltivigt: Thiago Alves gegn Patrick Côté
Léttvigt: Will Brooks gegn Charles Oliveira

Fox Sports 1 upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)

Fjaðurvigt: Myles Jury gegn Mike De La Torre
Veltivigt: Kamaru Usman gegn Sean Strickland
Fjaðurvigt: Charles Rosa gegn Shane Burgos
Léttþungavigt: Patrick Cummins gegn Jan Błachowicz

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl 22:15)

Léttvigt: Gregor Gillespie gegn Andrew Holbrook
Léttvigt: Josh Emmett gegn Desmond Green
Bantamvigt kvenna: Katlyn Chookagian gegn Irene Aldana
Fluguvigt: Jenel Lausa gegn Magomed Bibulatov

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular