Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Magnús Ingi Ingvarsson (UFC 210)

Spámaður helgarinnar: Magnús Ingi Ingvarsson (UFC 210)

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Spámaður helgarinnar er bardagamaðurinn Magnús Ingi Ingvarsson. Magnús Ingi er bardagamaður úr Mjölni og er mjög spenntur fyrir UFC 210 í kvöld.

Magnús Ingi er 7-2-1 á ferli sínum í MMA. Magnús náði bronsi á Evrópumótinu í MMA í fyrra og berst um léttvigtartitil FightStar þann 29. apríl. Gefum honum orðið.

Léttvigt: Will Brooks gegn Charles Oliveira

Ég þekki Brooks ekki mikið en Oliveira er minn maður. Hann er búinn að tapa tveimur bardögum í röð gegn sterkum andstæðingum en ég held að hann komi sterkur til leiks í kvöld. Oliveira nær Brooks niður í 2. lotu og klárar hann með rear naked choke í 2. lotu.

Veltivigt: Thiago Alves gegn Patrick Cote

Ég held að þetta verði rosalegur bardagi fyrir áhorfendur. Þeir munu skiptast mikið á höggum en ég held að Alves taki þetta. Hann er betri íþróttamaður og tekur þetta eftir dómaraákvörðun.

Strávigt kvenna: Cynthia Calvillo gegn Pearl Gonzales

Ég hef ekki séð mikið af þessum þyngdarflokki, þannig að ég get ekki alveg komið með solid spá. En Calvillo er ósigruð og ég held að hún haldi því áfram og taki þetta eftir dómaraákvörðun.

Millivigt: Chris Weidman gegn Gegard Mousasi

Þarna erum við komin með veislu! Weidman að koma af rosalegu tapi á móti Yoel Romero og Mousasi búinn að vera að rífa sig í gegnum topp contendera. Það er mikið í húfi fyrir þá báða en ég held að Mousasi taki þetta eftir dómaraákvörðin í rosalegum bardaga.

Titilbardagi í léttþungavigt: Daniel Cormier gegn Anthony Johnson

Ég er mjög hrifinn af þessum bardaga. Ég held að Johnson komi reyndari til leiks núna og gasi ekki út of snemma. Johnson mun vanka Cormier en þó að ég voni innilega að Johnson taki þetta, þá gef ég DC sigurinn í 4. lotu með TKO.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular