spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC 223?

Hvenær byrjar UFC 223?

UFC 223 fer fram í kvöld í Brooklyn í New York. Eftir mikið vesen verða það þeir Khabib Nurmagomedov og Al Iaquinta sem mætast í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja í kvöld.

Upphaflega áttu 12 bardagar að vera á dagskrá í kvöld en eftir lætin í Conor McGregor á fimmtudaginn hafa þrír bardagar fallið niður. Það verða því bara níu bardagar á dagskrá en fyrsti bardagi kvöldsins hefst á miðnætti á Fight Pass rás UFC. Klukkan 2 í nótt hefst svo aðalhluti bardagakvöldsins en hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl 2 á Stöð 2 Sport)

Titilbardagi í léttvigt: Khabib Nurmagomedov gegn Al Iaquinta
Strávigt kvenna: Rose Namajunas gegn Joanna Jędrzejczyk
Fjaðurvigt: Renato Moicano gegn Calvin Kattar
Fjaðurvigt: Zabit Magomedsharipov gegn Kyle Bochniak
Léttvigt: Joe Lauzon gegn Chris Gruetzemacher

Fox Sports 1 upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)

Strávigt kvenna: Karolina Kowalkiewicz gegn Felice Herrig
Léttvigt: Evan Dunham gegn Olivier Aubin-Mercier
Fluguvigt kvenna: Bec Rawlings gegn Ashlee Evans-Smith
Léttþungavigt: Devin Clark gegn Mike Rodriguez

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular