UFC 229 fer fram í nótt í Las Vegas. Um risa bardagakvöld er að ræða þar sem þeir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov mætast í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:15 á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst svo kl. 2 á íslenskum tíma. Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en einnig er hægt að kaupa Pay Per View í gegnum Fight Pass rás UFC.
Þeir Conor og Khabib eru í síðasta bardaga kvöldsins. Bardagi þeirra mun því byrja í fyrsta lagi kl. 3:45 ef bardagarnir á aðalhluta bardagakvöldsins klárast snemma. Bardaginn byrjar svo í síðasta lagi 4:30 ef allir fimm bardagarnir á aðalhluta bardagakvöldsins fara í dómaraákvörðun. Gera má því ráð fyrir að Conor sé að berjast í kringum 4 leytið. Hér að neðan má sjá þá bardaga sem eru á dagskrá
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 2)
Titilbardagi í léttvigt: Khabib Nurmagomedov gegn Conor McGregor
Léttvigt: Tony Ferguson gegn Anthony Pettis
Léttþungavigt: Ovince Saint Preux gegn Dominick Reyes
Þungavigt: Derrick Lewis gegn Alexander Volkov
Strávigt kvenna: Michelle Waterson gegn Felice Herrig
Fox Sports 1 upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)
Fluguvigt: Sergio Pettis gegn Jussier Formiga
Veltivigt: Vicente Luque gegn Jalin Turner
Bantamvigt kvenna: Aspen Ladd gegn Tonya Evinger
Léttvigt: Scott Holtzman gegn Alan Patrick
Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:15)
Bantamvigt kvenna: Lina Länsberg gegn Yana Kunitskaya
Léttvigt: Gray Maynard gegn Nik Lentz
Veltivigt: Ryan LaFlare gegn Tony Martin