UFC 263 fer fram í Glendale í Arizona í kvöld. Tveir titilbardagar eru á dagskrá en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.
Israel Adesanya mætir Marvin Vettori í aðalbardaga kvöldsins um millivigtartitilinn. Adesanya sigraði Vettori árið 2018 en nú mætast þeir aftur og það í sömu höll og síðast, Gila River Arena. Fyrri titilbardagi kvöldsins er líka endurat en þeir Deiveson Figueiredo og Brandon Moreno háðu frábæran bardaga í desember sem endaði í jafntefli. Nú eigast þeir við aftur og verður spennandi að sjá hvort bardaginn verði jafn skemmtilegur og sá síðasti.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2:00. Áskrifendur á Ultimate Annual á Fight Pass rás UFC geta horft á alla bardaga kvöldsins en aðalhluti bardagakvöldsins er einnig sýndur á Viaplay með íslenskri lýsingu.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 2:00)
Titilbardagi í millivigt: Israel Adesanya gegn Marvin Vettori
Titilbardagi í fluguvigt: Deiveson Figueiredo gegn Brandon Moreno
Veltivigt: Leon Edwards gegnNate Diaz
Veltivigt: Demian Maia gegnBelal Muhammad
Léttþungavigt: Paul Craig gegn Jamahal Hill
ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)
Léttvigt: Drew Dober gegn Brad Riddell
Léttþungavigt: Eryk Anders gegn Darren Stewart
Fluguvigt kvenna: Lauren Murphy gegn Joanne Calderwood
Fjaðurvigt: Movsar Evloev gegn Hakeem Dawodu
ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:00)
Bantamvigt kvenna: Pannie Kianzad gegn Alexis Davis
Léttvigt: Matt Frevola gegn Terrance McKinney
Hentivigt (148,5 pund*): Chase Hooper gegn Steven Peterson
Léttvigt: Fares Ziam gegn Luigi Vendramini
Þungavigt: Carlos Felipe gegn Jake Collier
*Steven Petrson náði ekki vigt.