Saturday, April 20, 2024
HomeErlentDeiveson Figueiredo tæpur í vigtuninni en náði þó

Deiveson Figueiredo tæpur í vigtuninni en náði þó

Vigtuninni fyrir UFC 263 var að ljúka og var fluguvigtarmeistarinn Deiveson Figueiredo síðastur til að láta sjá sig. Allir náðu vigt fyrir stóru bardaga kvöldsins.

UFC 263 fer fram annað kvöld þar sem þeir Israel Adesanya og Marvin Vettori mætast í aðalbardaga kvöldsins. Millivigtarmeistarinn Israel Adesanya var 183,5 pund og því 1,5 pundi undir en Vettori 184,5 pund. Báðir voru mættir tiltölulega snemma í vigtunina í lítið stress fyrir aðalbardagann.

Það var þó töluvert meira stress fyrir titilbardagann í fluguvigt á milli Deiveson Figueiredo og Brandon Moreno. Moreno var snemma í því en Figueiredo var síðastur til að stíga á vigtina og aðeins nokkrar mínútur voru eftir af vigtuninni þegar hann loksins mætti. Figueiredo hefur áður verið í vandræðum með niðurskurðinn og voru því nokkrar áhyggjur um að hann myndi ekki ná vigt.

Figueiredo var hins vegar 125 pund slétt rétt eins og Moreno og er því allt til reiðu fyrir fyrri titilbardaga kvöldsins.

Leon Edwards og Nate Diaz voru báðir í kringum 170 pund og ekkert vesen þar. Sá eini sem klikkaði í vigtuninni var Steve Peterson en hann var um þremur pundum of þungur fyrir fjaðurvigtarbardaga sinn gegn Chase Hooper.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular