Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeErlentNate Diaz með jónu á blaðamannafundinum fyrir UFC 263

Nate Diaz með jónu á blaðamannafundinum fyrir UFC 263

Nate Diaz kveikti sér í jónu á blaðamannafundinum fyrir UFC 263 í gær. Diaz þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af falli á lyfjaprófi enda breytingar verið gerðar á refsilöggjöf fyrir marijúana reykingar í UFC.

Diaz bræðurnir Nate og Nick hafa ekki farið leynt með dálæti sínu á marijúana reykingum. Nick Diaz hefur nokkrum sinnum fallið á lyfjaprófi eftir bardaga eftir að marijúana leyfar fundust í lyfjaprófinu. UFC og USADA (sem sér um lyfjamál UFC) hafa verið að breyta þessum reglum á síðustu mánuðum.

Jeff Novitzky (VP of Athlete & Health hjá UFC) talaði um breytingarnar á Twitter í gær.

Bardagamönnum verður því ekki refsað ef marijúana/THC finnst í lyfjaprófinu nema magnið sem finnst í lyfjaprófinu sem tekið er á keppnisdegi sé það hátt að keppandinn sé beinlínis undir áhrifum á meðan bardaganum stendur. Þessu hefur verið breytt í nokkrum fylkjum í Bandaríkjunum og þar á meðal í Arizona þar sem UFC 263 fer fram.

Nate Diaz gat því fengið sér sína jónu áhyggjulaus í gær á blaðamannafundinum. Diaz er með sitt eigið fyrirtæki í marijúanabransanum og nýtti tækifærið í gær til að auglýsa vöruna sína. Diaz er einnig með fyrirtæki í fæðubótarefnabransanum, sína eigin fatalínu og á fyrirtæki sem selur CBD vörur.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Nate tekur upp á þessu en hann kveikti sér í á opnu æfingunni fyrir UFC 244 árið 2019. Diaz mætir Leon Edwards á laugardaginn í fimm lotu bardaga á UFC 263.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular