Þeir Thomas Almeida og Cody Garbrandt mætast í geggjuðum bardaga annað kvöld á UFC Fight Night 88. Bardagakvöldið fer fram í Las Vegas en hvenær byrjar fjörið?
Þó þetta sé eitt af þessum minni bardagakvöldum er óhætt að segja að bardagarnir líti afar spennandi út. Aðalbardaginn gæti orðið einn besti bardagi ársins og þá snýr Rick Story aftur eftir langa fjarveru.
Bardagakvöldið er á morgun, sunnudag, en bardagakvöld á sunnudögum er eitthvað sem UFC er farið að gera meira af.
Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst sex bardaga útsendingin kl 1 (aðfaranótt mánudags). Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22 og verður í beinni útsendingu á Fight Pass. Eftirtaldir bardagar verða á dagskrá:
Aðalhluti bardagakvöldsins (Stöð 2 Sport)
Bantamvigt: Thomas Almeida gegn Cody Garbrandt
Fjaðurvigt: Renan Barão gegn Jeremy Stephens
Veltivigt: Tarec Saffiedine gegn Rick Story
Millivigt: Chris Camozzi gegn Vitor Miranda
Veltivigt: Jorge Masvidal gegn Lorenz Larkin
Léttvigt: Josh Burkman gegn Paul Felder
Upphitunarbardagar (Fox Sports 1 bardagar en eru á Fight Pass á Íslandi)
Bantamvigt kvenna: Sara McMann gegn Jessica Eye
Léttvigt: Abel Trujillo gegn Jordan Rinaldi
Millivigt: Jake Collier gegn Alberto Uda
Léttvigt: Erik Koch gegn Shane Campbell
Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)
Bantamvigt: Aljamain Sterling gegn Bryan Caraway
Þungavigt: Chris De La Rocha gegn Adam Milstead