0

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Almeida vs. Garbrandt

Almeida-vs-Garbrandt

UFC Fight Night 88 fer fram í Las Vegas núna um helgina. Það hefur farið lítið fyrir þessu kvöldi en fyrir harða MMA aðdáendur er þetta viðburður sem ekki má missa af.

  • Tveir ungir og ósigraðir mætast í bantamvigt: Það er alltaf spennandi þegar tveir mjög efnilegir bardagmenn eru látnir mætast snemma á ferlinum. Thomas Almeida og Cody Garbrandt eru báðir 24 ára og vita ekki hvað það er að tapa. Báðir eru árásagjarnir og tæknilega góðir standandi svo þetta ætti að verða hrikalega spennandi.
Flying Knee Knockout Thomas Almeida

Thomas Almeida

  • Endurkoma Renan Barao: Það er ekki langt síðan Renan Barao var talinn einn af bestu bardagamönnum í heimi pund fyrir pund. Eftir tvö töp gegn T.J. Dillashaw er hann tilbúinn að byrja upp á nýtt í nýjum þyngdarflokki (145 pund) og mætir þar fyrst Jeremy Stephens sem þarf varla að kynna. Stephens segir Barao vera andlega brotinn en það verður áhugavert að sjá hvað gerist þegar á hólminn er komið.
RenanBarao

Renan Barao á góðum degi

  • Nýstirnið Aljamain Sterling fær sitt erfiðasta próf til þessa: Aljamain Sterling er 26 ára og er enn ósigraður í 13 bardögum, þar af voru fjórir í UFC. Sumir telja hann efni í framtíðar meistara en hann mætir hér Bryan Caraway sem er með aðra sýn á hlutina. Caraway er kannski ekki stærsta nafnið í íþróttinni en hann er reyndur og er mjög góður alls staðar. Nú reynir á Sterling, ætli hann að ná á toppinn þarf hann að geta sigrað andstæðinga eins og Caraway.
aljamain-sterling

Aljamain Sterling

  • Flottur bardagi í veltivigt: Flestir ættu að muna eftir Rick Story en hann hefur ekki barist síðan hann sigraði Gunnar Nelson í Svíþjóð árið 2014. Ný snýr hann aftur gegn hinum grjótharða og fyrrverandi Strikeforce meistara Tarec Saffedine. Þessi bardagi verður stál í stál en ætti ekki að valda vonbrigðum. Við höldum að sjálfsögðu með Story sem hagaði sér eins og sannkallaður séntilmaður fyrir og eftir bardagann gegn Gunnari.
Rick Story vs Johnny Hendricks

Rick Story gegn Johnny Hendricks

  • Fullt af spennandi molum. Það er ýmislegt annað spennandi sem leynist þetta bardagakvöld. Við fáum flottan kvennabardaga á milli Sara McMann og Jessica Eye, svo mun glitta í skemmtilega náunga eins og Erik Koch, Abel Trujillo og Paul Felder. Ofan á allt er svo annar þrælspennandi bardagi í veltivigt á milli Jorge Masvidal og Lorenz Larkin, báðir eru góðir en þurfa helst á sigri að halda.
Óskar Örn Árnason

Comments

comments

Óskar Örn Árnason

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.