0

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Cejudo vs. Dillashaw?

UFC er með gott bardagakvöld í nótt í Brooklyn í New York í nótt þar sem þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw mætast í aðalbardaga kvöldsins. Hér má sjá hvaða bardagar eru á dagskrá og hvenær bardagarnir eru.

Þetta er fyrsta bardagakvöld UFC eftir að ESPN samningurinn tók gildi. Fyrstu þrír bardagarnir verða á nýrri ESPN+ streymisþjónustu, næstu fjórir á aðalrás ESPN og svo síðustu sex bardagarnir aftur á ESPN+. Það skiptir þó engu máli fyrir bardagaaðdáendur á Íslandi en allir bardagarnir verða aðgengilegir á Fight Pass rás UFC og þá verður aðalhluti bardagakvöldsins á Stöð 2 Sport.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 23 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3 í nótt. Hér má sjá þá bardaga sem verða á dagskrá.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 3:00)

Titilbardagi í fluguvigt: Henry Cejudo gegn T.J. Dillashaw
Þungavigt: Greg Hardy gegn Allen Crowder
Léttvigt: Gregor Gillespie gegn Yancy Medeiros
Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn Dustin Ortiz
Fluguvigt kvenna: Paige VanZant gegn Rachael Ostovich
Léttþungavigt: Glover Teixeira gegn Karl Roberson

ESPN upphitunarbardagar (hefjast kl. 1:00)

Léttvigt: Donald Cerrone gegn Alexander Hernandez
Fluguvigt kvenna: Joanne Calderwood gegn Ariane Lipski
Léttþungavigt: Alonzo Menifield gegn Vinicius Moreira
Bantamvigt: Mario Bautista gegn Cory Sandhagen

ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 23:00)

Léttvigt: Dennis Bermudez gegn Te Edwards
Veltivigt: Belal Muhammad gegn Geoff Neal
Veltivigt: Chance Rencountregegn Kyle Stewart

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.