UFC er með sitt þriðja bardagakvöld á Yas Island í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Deiveson Figueiredo og Joseph Benavidez um fluguvigtartitilinn.
Það hefur verið vesen í fluguvigtinni síðan Henry Cejudo lét beltið af hendi. Þeir Deiveson Figueiredo og Joseph Benavidez áttu að mætast um fluguvigtartitilinn í febrúar en það gekk ekki eftir. Figueiredo náði ekki vigt og þrátt fyrir rothögg í 2. lotu fékk Figueiredo ekki beltið.
Það var ekkert vesen í vigtuninni í gær og náðu báðir bardagamenn vigt fyrir titilbardagann í 125 punda fluguvigt.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 21:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst á miðnætti. Allir bardagarnir verða á Fight Pass rás UFC.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst á miðnætti)
Titilbardagi í fluguvigt: Deiveson Figueiredo gegn Joseph Benavidez
Millivigt: Jack Hermansson gegn Kelvin Gastelum
Léttvigt: Marc Diakiese gegn Rafael Fiziev
Fluguvigt kvenna: Ariane Lipski gegn Luana Carolina
Fluguvigt: Alexandre Pantoja gegn Askar Askarov
ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 21:00)
Léttþungavigt: Roman Dolidze gegn Khadis Ibragimov
Hentivigt (150 pund): Grant Dawson gegn Nad Narimani
Léttvigt: Joseph Duffy gegn Joel Álvarez
Bantamvigt: Brett Johns gegn Montel Jackson
Fluguvigt: Malcolm Gordon gegn Amir Albazi
Léttvigt: Davi Ramos gegn Arman Tsarukyan
Þungavigt: Carlos Felipe gegn Sergey Spivak