0

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Volkov vs. Struve?

Hefðbundin dagskrá hefst aftur hjá UFC í kvöld eftir boxbardaga Mayweather og McGregor um síðustu helgi. UFC heimsækir Rotterdam í kvöld en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 15:45 á Fight Pass rás UFC. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst svo kl 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Hér má sjá þá bardaga sem fara fram í kvöld.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl 19 á Stöð 2 Sport)

Þungavigt: Alexander Volkov gegn Stefan Struve
Millivigt: Siyar Bahadurzada gegn Rob Wilkinson
Bantamvigt kvenna: Marion Reneau gegn Talita Bernardo
Veltivigt: Leon Edwards gegn Bryan Barberena

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl 15:45)

Veltivigt: Darren Till gegn Bojan Veličković
Léttvigt: Mairbek Taisumov gegn Felipe Silva
Léttvigt: Michel Prazeres gegn Mads Burnell
Léttvigt: Rustam Khabilov gegn Desmond Green
Léttþungavigt: Francimar Barroso gegn Aleksandar Rakić
Fjaðurvigt: Mike Santiago gegn Zabit Magomedsharipov
Léttþungavigt: Bojan Mihajlović gegn Abdul-Kerim Edilov
Léttvigt: Thibault Gouti gegn Andrew Holbrook

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.