0

Max Kellerman: Conor á mikið hrós skilið

Boxsérfræðingurinn Max Kellerman var einn af þeim sem gagnrýndi bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather hvað mest. Hann sagði á dögunum að Conor hefði staðið sig mun betur en hann þorði að vona.

Þegar bardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor var tilkynntur lét Kellerman hafa eftir sér að Conor myndi ekki hitta einu einasta höggi á Floyd Mayweather. Það var annað hljóð í honum eftir bardagann og var hann nokkuð sáttur með bardagann.

„Þetta var besta mögulega útgáfan af þessum bardaga sem við gátum fengið og á Conor mikið hrós skilið. Hann er einstakur bardagamaður. Boxarinn Conor var að berjast sinn fyrsta atvinnubardaga gegn einum besta boxara allra tíma og hélt sér í bardaganum framan af. Það er ótrúlegt. Sú staðreynd að hann skyldi hafa farið tíu lotur er ótrúlegt.“

Kellerman tók það þó fram að aldur Floyd hafi haft mikið að segja í bardaganum en Floyd sigraði eftir tæknilegt rothögg í 10. lotu. „Við sáum annars vegar gæði Conor McGregor sem bardagamaður og hins vegar aldur Floyd Mayweather. Ég ætla ekki að taka neitt af Conor en fertugur Floyd þarf að hætta að boxa.“

„Ég hafði rangt fyrir mér með því að segja að Conor myndi ekki lenda einu höggi, hann náði nokkrum góðum höggum inn. Hann vann nokkrar lotur þegar Floyd var ekki byrjaður sem er ótrúlegt í mínum huga. En þegar uppi var staðið átti hann ekki möguleika á að vinna bardagann og bardaginn fór á þennan hátt að hluta til þar sem Floyd er eldri og meira flatfóta núna.“

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.