Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaHver er Joe Soto?

Hver er Joe Soto?

TJ-Dillashaw-vs-Joe-Soto-UFC-177w_3596_logoUFC nýliðinn Joe Soto fékk í gær óvæntan titilbardaga gegn TJ Dillashaw eftir að Renan Barao gat ekki keppt. En hver er þessi Joe Sato og við hverju má búast af honum í kvöld?

Eins og við greindum frá í gær mun bardagi Renan Barao og TJ Dillashaw ekki fara fram. Upphaflega átti nýliðinn Soto að berjast gegn Anthony Birchak í einum af upphitunarbardögum UFC 177 en fær nú titilbardaga í bantamvigtinni gegn Dillashaw.

Soto kemur inn í UFC á sex bardaga sigurgöngu en þessi 27 ára bardagamaður er með bardagaskorið 15-2. Soto byrjaði ferilinn vel og varð fyrsti fjaðurvigtarmeistari Bellator þegar hann sigraði Yahir Reyes á Bellator 10 árið 2009. Rúmlega ári seinna hlaut hann sitt fyrsta tap þegar hann var rotaður af Joe Warren og tapaði þar með Bellator titlinum en það reyndist vera síðasti bardagi hans í Bellator. Hann tapaði svo næsta bardaga þar á eftir en hefur síðan þá sigrað síðustu sex bardaga. Samningurinn við UFC kom svo fyrir rúmum þremur vikum síðan.

Soto glímdi á skólaárum sínum í Iowa Central Community College þar sem hann var m.a. herbergisfélagi léttþungavigtarmeistarans Jon Jones. Soto snéri sér að MMA og æfði upphaflega í bílskúrnum hjá sér ásamt þjálfara. Af 15 sigrum hans hafa átta komið eftir uppgjafartök, fimm eftir rothögg og einn eftir dómaraákvörðun (ekki er vitað um hvernig Soto sigraði Romeo McCovey).

Soto er þolinmóður í standandi viðureign og fremur afkastalítill (sparkar og kýlir fremur lítið). Glíman er hans helsti styrkleiki en hann er mjög fær í að skjóta undir högg andstæðinga sinna og ná þannig fellunni. Soto hefur æft tímabundið með Team Alpha Male en það eru einmitt höfuðstöðvar TJ Dillashaw.

Fyrir mánuði var Joe Soto tiltölulega óþekktur bardagamaður sem átti sér þann draum að komast í UFC. Í kvöld fær hann tækifæri lífs síns þegar hann berst um bantamvigtarbelti UFC gegn TJ Dillashaw. Hvernig sem fer í kvöld á Soto eftir að muna eftir þessu kvöldi alla sína ævi.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular