Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaRenan Barao keppir ekki á morgun - Joe Soto kemur í hans...

Renan Barao keppir ekki á morgun – Joe Soto kemur í hans stað!

jeo sotoSláandi fréttir voru að berast rétt í þessu, Renan Barao hefur verið fjarlægður af UFC 177 bardagakvöldinu annað kvöld! Barao átti að berjast um titilinn gegn TJ Dillashaw en Joe Soto tekur hans stað.

Samkvæmt erlendum miðlum leið yfir Renan Barao þegar hann var að skera niður fyrir 135 punda takmarkið. Vegna þessa mun Renan Barao ekki berjast annað kvöld. Þetta eru sláandi fréttir fyrir UFC og alla bardagaaðdáendur enda er rúmur sólarhringur í bardagann. Barao er stór bantamvigtarmaður og hefur niðurskurðurinn lengi verið erfiður fyrir hann.

Í hans stað kemur UFC nýliðinn Joe Soto en hann átti upphaflega að berjast gegn Anthony Birchak annað kvöld. Hann ætti að vera í réttri þyngd og tilbúinn í bardaga á morgun en þetta er vægast sagt risastórt stökk fyrir hann. Soto er á sex bardaga sigurgöngu og fær nú tækifæri lífs síns annað kvöld.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular