spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHver er þessi Alan Jouban?

Hver er þessi Alan Jouban?

Eins og við greindum frá fyrr í dag mun Gunnar Nelson mæta Alan Jouban á UFC bardagakvöldinu í London í mars. En hver er þessi Jouban og hvers konar bardagamaður er þetta?

Alan Jouban er 35 ára Bandaríkjamaður með 19 atvinnubardaga að baki. Hann er með 15 sigra og fjögur töp en af sigrunum 15 komu tíu eftir rothögg og er hann hættulegastur standandi.

Jouban spilaði fótbolta á sínum yngri árum en eftir krossbandsslit hætti hann í boltanum. Honum langaði alltaf að læra að verja sig og byrjaði því í Muay Thai árið 2005. Skömmu síðar snéri hann sér að MMA þar sem honum hefur gengið nokkuð vel.

Í hans fyrsta áhugamannabardaga rotaði hann andstæðinginn sinn eftir 14 sekúndur. Hann var aðeins lengur með fyrsta atvinnubardagann en þá rotaði hann andstæðinginn eftir 15 sekúndur. Jouban er mjög skemmtilegur bardagamaður en hann hefur klárað sjö bardaga í fyrstu lotu á ferlinum og hefur þrívegis fengið bónus fyrir besta bardaga kvöldsins í UFC.

Jouban er brúnt belti í brasilísku jiu-jitsu undir Eddie Bravo en hann er þekktur fyrir að vera upphafsmaður 10th Planet jiu-jitsu skólans. Þar eru menn þekktir fyrir að beita óhefðbundnum uppgjafartökum og þá sérstaklega af bakinu. Jouban hefur aldrei tapað eftir uppgjafartak á ferlinum.

Í dag æfir hann hjá Blakchouse í Kaliforníu en þar æfðu áður menn eins og Anderson Silva, Nogueira bræðurnir og Lyoto Machida. Í dag eru þar ekki eins stór nöfn en engu að síður virt bardagafélag.

Jouban kom í UFC árið 2014 og byrjaði á að vinna Seth Baczynski eftir rothögg í 1. lotu. Þar á eftir tapaði hann gegn Brassanum Warlley Alves eftir umdeilda dómaraákvörðun í Brasilíu en að margra mati átti Jouban skilið að vinna þann bardaga. Hann kom sterkur til baka og vann næstu fimm af sex bardögum sínum.

Eina tap hans í þessum sex bardögum kom gegn Albert Tumenov sem Gunnar sigraði í maí í fyrra. Tumenov kláraði Jouban með hásparki í 1. lotu í október 2015.

Meðfram bardagaferlinum starfar Jouban sem fyrirsæta sem er blanda sem sést ekki oft. Bardagalistir hefur alltaf verið hans helsta ástríða og hjálpaði fyrirsætuferillinn honum að borga reikningana. Eftir velgengni hans í UFC hefur fyrirsætuferillinn farið á flug og vilja margir af bestu tískuljósmyndurum heims fá hann þrátt fyrir að aðalstarfið hans feli í sér að vera kýldur í andlitið.

Hér er hann í stórri auglýsingaherferð fyrir Versace

https://www.youtube.com/watch?v=hDOvpNdn8sI

Alan Jouban er hörku andstæðingur þó hann sé ekki endilega á topp 15 í UFC í dag. Gunnari hefur alltaf gengið vel á móti sparkboxurum líkt og Tumenov og Brandon Thatch og verður því áhugavert að sjá Gunnar á móti Jouban þann 18. mars.

https://www.youtube.com/watch?v=B6rcfaj2CC4

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular