spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHvernig sigraði Gunnar andstæðing sinn?

Hvernig sigraði Gunnar andstæðing sinn?

Eins og flestir vita sigraði Gunnar Nelson Brandon Thatch aðfaranótt sunnudags á UFC 189. Þetta var gríðarlega flottur sigur hjá Gunnari en hvernig fór hann að þessu?

Eftir að hafa dansað í kringum Thatch fyrstu mínútu bardagans náði Gunnar að lesa andstæðing sinn. Gunnar náði tveimur hreinum höggum sem sendu Thatch í gólfið og kláraði bardagann eins og svo oft áður með „rear naked choke“ hengingu. Í viðtali okkar við Gunnar í gær greindi hann svo frá því hvernig hann sá þetta tækifæri til að senda andstæðing sinn í gólfið:

„Hann skiptir um [fóta]stöður mjög mikið og hann er þarna akkúrat búinn að skipta um stöðu. Oft eru menn ekki alveg tilbúnir þegar þeir skipta um stöðu. […] Ég tók vinstri krókinn fyrst til að ná honum off balance, síðan kom hægri beint á eftir og setti hann niður,” sagði Gunnar um bardagann.

Notandi á vefsíðunni Reddit.com birti flotta greiningu á fléttunni og gólfglímunni sem fylgdi í kjölfarið og lætur hreyfimyndir úr bardaganum fylgja til að rökstyðja mál sitt.

Líkt og við sjáum Gunnar lýsa í viðtalinu er Brandon Thatch gjarn á að skipta um fótastöðu. Þetta gerir hann til að gera andstæðingi sínum erfiðara fyrir en flestir bardagakappar eru vanir að æfa gegn einhverjum sem stendur í hefðbundinni stöðu – með vinstri fótinn fram. Einn galli við þessa nálgun er að á meðan skiptingin á sér stað er Thatch móttækilegri fyrir höggum. Hér sjáum við hann skipta um stöðu án þess að Gunnar aðhafist neitt en er þó að læra á hreyfingar og ávana hans.

gunni thatch fotastöður

Thatch skiptir enn og aftur um fótastöðu en í þetta sinn er Gunnar búinn að átta sig og stekkur inn með vinstri krókinn og beina hægri beint á eftir. Glæsileg tímasetning, sem er fyrst og fremst til komin vegna góðrar fótavinnu Gunnars.

gunni thatch knockdown

Eftir að bardaginn endar í gólfinu er þetta leikur kattarins að músinni. Við sjáum Thatch fanga vinstri hendi Gunnars og reyna að „bridge-a“ til að ná honum af sér. Gunnar hefur hins vegar verið í þessari stöðu margoft áður og veit nákvæmlega við hverju á að búast. Hann notar hægri hendina til að halda jafnvægi á meðan hann færir mjaðmirnar til hægri og endar á baki Thatch.

LimitedInfantileGuernseycow

Hér er Gunnar kominn í yfirburðarstöðu. Hann læsir fótum sínum um Thatch í svokölluðum „body triangle“, sem gerir andstæðingnum erfiðara með andadrátt. Gunnar stjórnar vinstri hendi andstæðingsins til að hann geti ekki nýtt hana til að verjast hengingunni. Hann nýtir síðan höggin til að fá andstæðing sinn til að gera mistök. Þessi mistök gerir Thatch þegar hann reynir að setjast upp til að sleppa við höggin. Gunnar smeygir hendinni í gegn til að klára henginguna og andstæðingur hans á engan kost annan en að gefast upp.

FlippantIllinformedCirriped

spot_img
spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular