spot_img
Tuesday, November 5, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHvernig spá erlendu vefmiðlarnir um bardaga Gunnars og Gilbert Burns?

Hvernig spá erlendu vefmiðlarnir um bardaga Gunnars og Gilbert Burns?

Gunnar Nelson Gilbert Burns

Gunnar Nelson mætir Gilbert Burns á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn í kvöld. Íslendingar hafa auðvitað alltaf trú á Gunnari en hvað segja erlendu vefmiðlarnir um bardagann?

Bardagi Gunnars og Gilbert Burns verður hrikalega jafn og spennandi en Burns er sigurstranglegri samkvæmt veðbönkum.

MMA Junkie: 11 af 14 pennum MMA Junkie telja að Gilbert Burns fari með sigur af hólmi.

Bloody Elbow: 5 af 8 pennum Bloody Elbow spá Gunnari sigri. Þeir segja meðal annars að bardaginn verði jafn og harður, að Gunnar hafi sýnt að hann sé ögn harðari og sé með betra þol sem muni skila honum sigri.

Sherdog: Í upphitunargrein Sherdog spá þeir Gunnari í sigri en segja að þetta verði hnífjafnt. Hraði og þol Gunnars muni hins vegar skila honum sigri þar sem Burns hefur átt það til að fjara út þegar líður á bardagann.

MMA Mania: Í upphitunargrein þeirra telja þeir að Burns sigri eftir dómaraákvörðun. Að þeirra mati væri nóg fyrir Burns að vinna fyrstu tvær loturnar áður en tankurinn tæmist og það muni skila honum sigri.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular