spot_img
Saturday, November 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHversu mikið hefur Jorge Masvidal æft undanfarnar vikur?

Hversu mikið hefur Jorge Masvidal æft undanfarnar vikur?

Er Jorge Masvidal tilbúinn í titilbardaga? Það er stærsta spurningin fyrir risabardaga helgarinnar milli Jorge Masvidal og Kamaru Usman.

Jorge Masvidal mætir Kamaru Usman á laugardaginn í aðalbardaganum á UFC 251. Masvidal tekur bardagann með viku fyrirvara og er stærsta spurningamerkið í hvernig ástandi Masvidal er í.

Masvidal var um tíma þekktur fyrir að æfa ekkert sérstaklega mikið ef bardaginn var ekki spennandi. Þá mætti hann oft ósofinn á æfingar eftir að hafa eytt nóttinni á strípibúllum og var mataræðið ekki alltaf til fyrirmyndar. Það breyttist allt 2019 og tók hann bardaga sína mjög alvarlega sem sást í frammistöðum hans í búrinu.

Utan búrsins er Masvidal ekki þekktur fyrir að lifa eins og munkur en hefur tekið sig á þegar bardagi er framundan. Núna þegar Masvidal er að taka bardaga með skömmum fyrirvara er spurning hversu vel hann hefur verið að æfa.

Masvidal segist sjálfur hafa verið að æfa en kannski ekki eins mikið og fyrir mikilvægan bardaga. „Ég er alltaf að æfa en ég er kannski ekki alltaf á æfingum að taka vel skilgreindar æfingar í ákveðnum stöðum. Er ég í formi? Kannski ekki í formi til að mæta Ben Askren því hann er frábær glímumaður. Eða kannski ekki í formi til að mæta Darren Till. En ég er í nógu góðu formi til að berjast við þennan ræfil og ég mun slátra honum,“ sagði Masvidal við ESPN um bardagann við Usman.

Æfingafélagi Masvidal, Dustin Poirier, sigraði Dan Hooker á dögunum í einum besta bardaga ársins. Í viðtali við Teddy Atlas sagði Poirier að Masvidal sé í góðu formi.

„Þetta kemur með skömmum fyrirvara því hann var ekki búinn að skrifa undir samninginn. En ég get sagt þér að hann var hér allar æfingabúðirnar mínar. Hann var aðal æfingafélaginn minn. Við vorum að sparra í fimm vikur,“ segir Poirier.

„Hann flaug inn frábærum glímumönnum. Hann hætti aldrei að æfa. Þrátt fyrir að UFC hafi gefið Burns bardagann var hann samt að æfa á hverjum degi eins og hann væri með bardaga. Ég veit ekki hvort hann vissi eitthvað sem við vissum ekki, en hann var í æfingabúðum allan tímann og hætti aldrei að æfa.“

„Það mun koma fólki á óvart hversu góðu formi hann er í. Tímasetningin hans er góð, hann var ekki bara að hjálpa mér heldur öðrum líka. Hann er í formi til að berjast, það veit ég. Hann er ekki að koma af sófanum í engu formi. Hann hefur verið að undirbúa sig fyrir Usman og þrátt fyrir að það hafi dottið niður um tíma hætti hann aldrei að æfa.“

Það verður síðan að koma í ljós á laugardaginn hvort þessar æfingar dugi fyrir Masvidal þegar hann mætir í búrið með Usman.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular