0

Hvítur á leik 2019 fer fram á laugardaginn

Hvítbeltingamót VBC, Hvítur á leik, fer fram á laugardaginn í sjötta sinn. Mótið er frábært mót fyrir byrjendur til að taka sín fyrstu skref í brasilísku jiu-jitsu.

Mótið fer fram í húsakynnum VBC í Kópavogi (Smiðjuvegi 28) og hefst mótið kl 11. Keppt verður í átta þyngdarflokkum karla og þremur flokkum kvenna auk opinna flokka en aðgangseyrir fyrir áhorfendur er 500 kr.

Mótið er hugsað sem byrjendamót og er ekki ætlað þeim sem hafa töluverða keppnisreynslu úr öðrum skyldum íþróttum á borð við júdó.

Líkt og undanfarin ár verður ofurglíma á dagskrá en í ár mætast þeir Ari Páll Samúelsson og Vilhjálmur Arnarsson.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.