Hvítbeltingamót VBC, Hvítur á leik, fer fram á laugardaginn. Þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið en keppt verður í galla.
Mótið fer fram í húsakynnum VBC í Kópavogi (Smiðjuvegi 28) og hefst mótið kl 11. Keppt verður í átta þyngdarflokkum karla og þremur flokkum kvenna auk opinna flokka en aðgangseyrir eru 500 kr.
Mótið er hugsað sem byrjendamót og er ekki ætlað þeim sem hafa töluverða keppnisreynslu úr öðrum skyldum íþróttum á borð við júdó.
Líkt og undanfarin ár fara fram tvær ofurglímur áður en opnu flokkarnir hefjast. Í ár mætast annars vegar þeir Eiður Sigurðsson úr Mjölni og Tómas Pálsson úr Fenri og hins vegar þeir Marek Bujło úr Mjölni og Halldór Logi Valsson úr Fenri.
Þyngdarflokkar eru eftirfarandi:
Kvennaflokkar:
-64 kg flokkur
-74kg flokkur
+74 kg flokkur
Karlaflokkar:
-64 kg flokkur
-70 kg flokkur
-76 kg flokkur
-82,3 kg flokkur
-88,3 kg flokkur
-94,3 kg flokkur
-100,5 kg flokkur
+100,5 kg flokkur